Kortér í gjaldþrot Viðreisnar

Þegar fyrirtæki stendur á barmi gjaldþrots reynir það iðulega að komast í samstarf við önnur fyrirtæki. Til að gera einhver verðmæti úr rekstrinum. Til að bjarga því sem bjargað verður fyrir stærstu hluthafana.

Stærstu hluthafarnir í Viðreisn eru fyrrum sjálfstæðismenn. Þeir leita til vinstriflokkanna í von um að bjarga sér frá gjaldþroti. Allir vinstriflokkarnir koma til greina. En alls ekki Sjálfstæðisflokkurinn. Hvers vegna?

Jú, vegna þess að nær allt fylgi Viðreisnar mun skila sér til Sjálfstæðisflokksins. Það vita stærstu hluthafarnir í Viðreisn. Þeir eru aðeins að hugsa um að bjarga eigin skinni og komast í valdastöðu í skjóli vinstriflokka. Áður en gjaldþrotið verður gert opinbert.


mbl.is Í viðræðum um sameiginleg framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

8.10.2015:

"Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og flug­vall­ar­vin­ir fengju 4,4% at­kvæða sam­kvæmt könn­un­inni sem unn­in er af Gallup fyr­ir Viðskipta­blaðið en fengu 10,7% í kosn­ing­un­um í fyrra."

Þorsteinn Briem, 5.2.2018 kl. 07:27

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Nú eru þeir búnir að brjóta og týna og liggur því lífið á sð svína.  

Helga Kristjánsdóttir, 5.2.2018 kl. 08:21

3 Smámynd: Hrossabrestur

Þarna sýnir Þorgerður Kratín sitt rétta (krata) andlit.

Hrossabrestur, 6.2.2018 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband