Trump og Silja Dögg

Þingmaður Framsóknarflokksins, Silja Dögg Gunnarsdóttir, fékk á sig gagnrýni frá trúarleiðtogum gyðinga í Evrópu fyrir að leggja fram frumvarp um bann á umskurði drengja. Frumvarpið er vitanlega íslenskt innanríkismál, en gyðingar í Evrópu óttast að samþykkt þess hafi áhrif víða um heim.

Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna á bandarískum forsendum. Hann bauð sig fram gegn þarlendri stjórnmálastétt og fékk sigur. En kjör Trump boðaði gríðarlegar breytingar í alþjóðastjórnmálum.

Frumvarp Silju Daggar og forsetakjör Trump sýna frá gagnólíkum forsendum að lítilfjörleg innanríkismál (1-2 umskurðir drengja á Ísland á ári) og stórmál eins og forsetakjör í Bandaríkjunum eru alþjóðlegir atburðir.

Pútín Rússlandsforseti gerði ekki útslagið í bandarísku forsetakosningunum í nóvember 2016, ekki frekar en að frumvarp Silju Daggar sé norrænt samsæri gegn gyðingum og múslímum. En vegna þess að við búum í nettengdu heimsþorpi er fólk tilbúið að trúa hverskyns tröllasögum um að útlend grýla sitji um velferð blessaðra barnanna.


mbl.is Telja FBI grafa undan Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

Spurningin er þessi, þarf í raun Silju Dögg til ... til að "banna" pyntingar á börnum? stulkubörnum, eða drengjum?

Örn Einar Hansen, 6.2.2018 kl. 08:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband