Kennarar í stríði, bæði innbyrðis og við samfélagið

Aðeins einn kennari af 11 manna stjórn og samninganefnd félags grunnskólakennara (FG) gefur kost á sér til áframhaldandi starfa. Þetta má lesa með samanburði á núverandi stjórn og samninganefnd annars vegar og hins vegar framboðslista.

Ástæðan fyrir atgervisflótta trúnaðarmanna kennara er að uppreisnarhópur innan FG tók völdin, fyrst með kjöri Ragnars Þórs Péturssonar til formanns KÍ og síðan með formannskjöri Þorgerðar Laufeyjar Diðriksdóttur í FG. Þorgerður Laufey setti kjaraviðræður kennara í uppnám daginn sem hún var kjörinn formaður með yfirlýsingu í Kastljósi um að kennarar vildu launahækkun en vinna minna í skólum.

Þegar Ragnar Þór Pétursson var kjörinn formaður KÍ í haust lýsti sitjandi stjórn KÍ yfir vantrausti á hann vegna ásakana um að hann hefði brotið gegn barni sem kennari á Tálknafirði.

Ragnar Þór og Þorgerður Laufey eru í uppreisnarliði sem elur á óánægju innan raða kennara í einn stað og í annan stað setur fram fullkomlega óraunhæfar kröfur, eins og að fá kaup til að vera heima. Í almennu verkalýðshreyfingunni er litið til kennarasamtakanna sem fyrirmyndar um að velta úr sessi sitjandi forystu. Það er hægt að hugsa sér betri fyrirmyndir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband