Fimmtudagur, 12. október 2017
Sinnum og Albaníu-Ásdís
Í tilefni af frétt RÚV um að einkahjúkrunarfélagið Sinnum er með stöðu sakbornings í rannsókn á andláti átta ára stúlku árið 2014 er rétt að rifja upp tveggja ára gamla bloggfærslu.
Ásdís Halla Bragadóttir óskaði sér að íslenska heilbrigðiskerfið yrði líkara því albanska. Hún fékk vettvang hjá Samtökum atvinnulífsins fyrir þennan boðskap.
Albanía er það ríki í Evrópu og Asíu sem mismunar mest þegnum sínum m.t.t. heilbrigðisþjónustu. Ef Ásdís Halla fær einhverju ráðið verður íslenska heilbrigðiskerfinu breytt þannig að efnafólk fær læknisþjónustu, þeir efnaminni litla sem enga og einkafyrirtæki í heilbrigðisgeiranum græða samtímis á tá og fingri.
Ásdís Halla er skráð og númeruð í Sjálfstæðisflokkinn, var m.a. bæjarstjóri flokksins í Garðabæ. Ef Sjálfstæðisflokkurinn sér framtíð Íslands aðra en Albaníu ætti flokkurinn að halda sér í fjarlægð frá Ásdísi og albanska módelinu í heilbrigðisþjónustu.
Vinir segja til vamms.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 12. október 2017
Sigur Vinstri grænna kostar milljón á hvern Íslending
Ef Vinstri grænir ná þeim kosningasigri sem þeim er spáð verður mynduð hér vinstristjórn. Óli Björn Kárason reiknaði út hvað skattastefna vinstrimanna þýðir: ein milljón á mann, takk fyrir.
Efnahagsstefna Vinstri grænna hvílir á bábiljum um að hér ríki efnahagslegur ójöfnuður. Það er rugl. Á Íslandi er meiri jöfnuður en þekkist á byggðu bóli.
Kosningasigur Vinstri grænna yrði þjóðinni dýrkeyptur.
Kjósum af viti þann 28. október.
![]() |
Versnandi horfur að mati stjórnenda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 12. október 2017
Höfðatalan í pólitík og fótbolta
Í pólitík hugsa vinstrimenn í höfðatölu. Samkvæmt henni á Ísland að vera hjáríki, fyrst stjórnað frá Kaupmannahöfn en síðar Brussel.
Hægrimenn hugsa ekki í höfðatölu. Þess vegna er Ísland fullvalda. Með fullveldi kemur sjálfstraust og metnaður.
Án fullveldis hefði Ísland aldrei orðið HM-þjóð í fótbolta.
![]() |
Ísland sterkasta lið HM miðað við höfðatölu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 12. október 2017
Fríblaðaútgáfa Samfylkingar
Kjarninn er að stærstum hluta í eigu samfylkingarfólks. Vilhjálmur Þorsteinsson fjárfestir og fyrrum gjaldkeri Samfylkingar er stærsti eigandinn. Ágúst Ólafur, efsti maður á lista Samfylkingar í Reykjavík suður, er einnig hluthafi.
Í efnistökum er Kjarninn ESB-sinnaður og framleiðir ásakanir um lögbrot andstæðinga Samfylkingar eftir hentugleikum.
Líkt og vinstrimönnum er tamt kennir Kjarninn sig við hugsjónir en vill samtímis fá peninga úr ríkissjóði til að framleiða og dreifa áróðrinum.
Með fríblaðaútgáfu hyggst Kjarninn búa í haginn fyrir vinstristjórn til að komast á ríkisjötuna. Getur ekki klikkað.
![]() |
Kjarninn gefur út fríblað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 11. október 2017
Viðreisn sækir til vinstri - Samfylking tapar
,,Vinstri velferð - hægri hagstjórn," er slagorð Viðreisnar í kosningabaráttunni. Með Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra í brúnni mátti reyna að selja hugmyndina. Nú er hann farinn og þar með hagstjórnin.
Þorgerður Katrín kann ekkert í fjármálum, nema kannski þegar einkahagsmunir eru í húfi.
Eftir stendur kratísk stefna um vinstri velferð. Logandi hrædd Samfylking gæti orðið fyrir tjóni.
![]() |
Þorgerður Katrín nýr formaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 11. október 2017
7 flokka kerfi - 2 útafskiptingar
Sjö flokka kerfið sem varð til við síðustu þingkosningar ætar að halda velli. Kjósendur virðast ætla að skipta tveim flokkum inn á alþingi, Miðflokknum og Flokki fólksins, en útaf fara Björt framtíð og Viðreisn.
Innáskiptingarnar eru til marks um aukinn sóknarhug og meiri bjartsýni. Viðreisn, eins og aðrir ESB-flokkar, talaði þjóðina niður og Björt framtíð, eins og aðrir vinstriflokkar, var óopinberlega með slagorðið ,,ónýta Ísland".
Miðflokkurinn er sókndjarfur fyrir hönd þjóðarinnar allrar. Flokkur fólksins sækir fylgi til þeirra sem telja sig fara á mis við góðærið.
Skynsöm þjóð, Íslendingar.
![]() |
Vinstri grænir með 21,8% fylgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 11. október 2017
RÚV: Dulúð á Efstaleiti
RÚV gafst upp á að klekkja á Sigmundi Davíð með málefnum og greip til dulúðar. Til að gera Sigmund Davíð tortryggilegan birtir RÚV í dag ekki-frétt um að íslensk yfirvöld hafi fengið upplýsingar um Sigmund Davíð.
Aðferð RÚV er kennd við Gróu á Leiti; gefa í skyn, segja hálfa söguna og láta í veðri vaka.
Dulúð á Efstaleiti er rafræn útgáfa frumgerðarinnar.
![]() |
Einstakt tækifæri til sóknar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 11. október 2017
Miðflokkurinn þriðji stærstur
Miðflokkur Sigmundar Davíðs er þriðji stærsti stjórnmálaflokkurinn, samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Miðflokkurinn var stofnaður fyrir fjórum dögum og hefur ekki birt stefnuskrá sína. Fylgið sem flokkurinn mælist með er persónufylgi Sigmundar Davíðs.
Sókn vinstriflokkanna hefur stöðvast. Vinstri grænir standa í stað en Samfylking og Píratar gefa eftir. Sjálfstæðisflokkurinn er kominn á jafnsléttu eftir aðför vinstrimanna og fjölmiðla þeirra að formanni flokksins. Bjarni Benediktsson kom sterkur út úr sjónvarpsviðtali í gær og bætir stöðuna dag frá degi úr þessu.
Það er hálfleikur í snarpri kosningabaráttu og úrslitin hvergi nærri ráðin.
![]() |
VG með tæp 30% fylgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 10. október 2017
Jón Gnarr gagnrýnir Óttarr: þig skortir leyndarhyggju
Jón Gnarr gagnrýnir formann Bjartar framtíðar, Óttar Proppé, fyrir skort á leyndarhyggju. Jón telur að Óttarr hafi upplýst fjölmiðla um peningakröfur Jóns til stjórnmálamálaflokka. Á Vísi segir
Jón veltir fyrir sér því hvernig fjölmiðlar hafi komist á snoðir um það að hann fengi greitt fyrir sína vinnu fyrir Samfylkinguna, nokkuð sem hann hafði aðeins sagt Óttari Proppé af, og Dr. Gunni hafi verið í forsvari hvað það mál varðar.
Jón réð sig til Samfylkingar sem pólitískt lukkudýr en fær titilinn ráðgjafi. Samfylkingin berst gegn leyndarhyggju í samfélaginu og er Jón ábyggilega liðtækur ráðgjafi um leyndarhyggju - eða skort á henni.
![]() |
Jón Gnarr hjólar í Bjarta framtíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 10. október 2017
Fréttamenn á bakvið fall ríkisstjórnarinnar
Fréttamenn á vinstriútgáfum eins og Stundinni, Kjarnanum og RÚV vissu með löngum fyrirvara að til stæði að spyrða föður forsætisráðherra saman við þekktan barnaníðing. Þessum upplýsingum var lekið til Viðreisnar og Bjartrar framtíðar.
Þessir flokkar stóðum höllum fæti í skoðanakönnunum og gripu tækifærið fengis hendi að sprengja ríkisstjórnina. Björt framtíð varð fyrri til á næturfundi en talsmenn Viðreisnar útskýrðu strax daginn eftir að til hefði staðið að fella ríkisstjórnina út af sama málinu.
Á daginn kom að vinstrifjölmiðlarnir Stundin, RÚV og Reykjavík Media áttu tvöfaldan skammt af pólitísku sprengiefni. Blaðamaður Guardian, Jon Henley, var í sambandi við íslenska fréttamenn þegar 5. september, tíu dögum áður en ríkisstjórnin féll, vegna endurvinnslu á 9 ára gamalli frétt um viðskipti Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra.
Íslenskir fréttamenn láku þeim upplýsingum til forystu Bjartrar framtíðar og Viðreisnar að Sjálfstæðisflokkurinn og formaður hans yrðu brátt teknir af lífi með tvöfaldri atlögu þar sem vopnin voru barnaníð annars vegar og hins vegar áburður um ólögmæt viðskipti.
Þetta skýrir hvers vegna Viðreisn og Björt framtíð voru í kapphlaupi að sprengja ríkisstjórnina. Þeir sem yrðu fyrstir til myndu græða mest pólitískt kapítal.
En tvöfalda atlagan misheppnaðist. Þess vegna eru talsmenn Viðreisnar og Bjartar framtíðar í biðröð að biðjast fyrirgefningar á frumhlaupinu.
![]() |
Ástæða til að slíta samstarfinu eða ekki? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)