Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir nánast jafnir

Aðeins 2,3 prósentustig skilja að Sjálfstæðisflokkinn og Vinstri græna í nýrri könnun Gallup.

Önnur helstu tíðindi eru þau að Flokkur fólksins mælist með 10,1 prósent fylgi.

Fyrir kosningarnar sl. haust voru Vinstri grænir með á þriðja tug prósenta í fylgismælingum en duttu niður í tæp 16 prósent þegar talið var úr kjörkössum. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 29 prósent og er í færum að halda því fylgi.


mbl.is Sigríður og Guðlaugur leiða í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sturlungaöldin og Framsókn

Þrjár ættir og þrenn héraðsríki komu mjök við sögu Sturlungaaldar. Heimfæra má átökin á 13. öld upp á Framsóknarflokkinn. Á Suðurlandi réðu mestu Haukdælir, Skagfirðingar fylgdu Ásbirningum en Eyfirðingar Sturlungum.

Á Sturlungaöld voru Skagfirðingar og Haukdælir í bandalagi gegn Sturlungum. En nú skipast mál þannig að Skagfirðingurinn Gunnar Bragi, sem á a.m.k. helftina af fornu goðorði Ásbirninga, er í liði með Þórði kakala, sem heitir í dag Sigmundur Davíð, á meðan Haukdælinn Sigurður Ingi er í nauðvörn.

Þórður kakali (les Sigmundur Davíð) sigraði raunar bæði Kolbein unga og Brand í Skagafirði og náði völdum á Suðurlandi í fjarveru Gissurar Þorvaldssonar. Um tíma var Þórður einráður á Íslandi en álpaðist til þess eins og föðurbróðirinn, Snorri Sturluson, að gefast Noregskonungi á vald. Engin hætta er á að Sigmundur Davíð feti sömu slóð.

Til marks um tæpa stöðu Haukdæla samtímans er að foringi þeirra, Sigurður Ingi, leitar eftir samstöðu með fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna þegar hann undirbýr orustuna 28. október. Michell Obama á engin ítök hér á landi. Það stefnir í pólitíska Flugumýrarbrennu sunnlenskra framsóknarmanna í lok komandi mánaðar.


mbl.is Óþægilegt að sitja undir skítkasti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Datt morðingi Sanitu af himnum ofan?

Meintur morðingi Sanitu Brauna er í gæsluvarðhaldi. Í frétt mbl.is er aðeins sagt að ,,maðurinn" sé fertugsaldri.

Í morðmáli fyrr á þessu ári var farið í saumana á persónu og högum morðingjans, sem hlaut dóm á föstudag.

En meintur morðingi Sanitu nýtur persónuverndar líkt og ríkir hagsmunir séu í húfi að uppruni hans og hingaðkoma fréttist ekki.

Hvaða hagsmunir skyldu það vera? Eru það pólitískir og fjárhagslegir hagsmunir þeirra sem umfram allt vilja stöðugan straum hælisleitenda hingað til lands?


mbl.is „Mikilvægt að muna hver hún var“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningarnar: 2 flokka stjórn eða óreiða

Sjálfstæðisflokkurinn eða Vinstri grænir munu leiða næstu ríkisstjórn þessara tveggja flokka. Annars mun ríkja pólitísk óreiða. Um þetta snúast kosningarnar.

Sjálfstæðisflokkurinn á inni fylgi og gæti jafnað eða tekið framúr Vinstri grænum sem keppast við að segja sem minnst til að fæla ekki frá stuðninginn.

Á meðan meginþema kosningabaráttunnar er valið milli stöðugleika eða óreiðu mun Sjálfstæðisflokkurinn sækja í sig veðrið.

Vinstri grænir sækjast eftir umboði kjósenda að starfa með Sjálfstæðisflokknum. Á meðan himinn og haf skilur á milli fylgis þeirra og annarra vinstriflokka er Katrín formaður með skýrt umboð að mynda tveggja flokka stjórn með móðurflokknum.

Eina framboðið sem getur skekkt þessa mynd er Miðflokkur Sigmundar Davíðs. Fái hann fylgi umfram dvergframboðin getur fyrrum forsætisráðherra orðið þriðja hjólið undir vagni Bjarna og Katrínar.


mbl.is Myndu ekki ná mönnum inn á þing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn í sögulegu samhengi

Fyrri heimsstyrjöld var núningur.

Móðuharðindin voru éljagangur.

Svarta dauða má líkja við kvefpest.

Einokunin þótti skortur á vöruúrvali.

Kommúnisminn er saumaklúbbur.

Og staða Framsóknarflokksins er ,,óheppileg".

 


mbl.is Segir eftirsjá að Gunnari Braga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV: hégómi á samfélagsmiðli

Fréttastofa RÚV er rekin eins og samfélagsmiðill starfsmanna, sem án faglegrar ábyrgðar dengja yfir landsmenn hugdettum sínum og kalla fréttir.

Sjanghæ-málið er ein RÚV-della, herförin gegn Sigmundi Davíð var önnur mykja.

Og núna tekur RÚV upp á því að fleygja peningum í fórnarlömb sín til að hylja hégóma fréttamanna sem standa faglega naktir á berangri umræðunnar. 

Almenningur heldur uppi samfélagsmiðlinum RÚV og borgar fyrir bruðlið.


mbl.is RÚV hafi gætt hagsmuna sinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Birni Inga fylgir siðleysi

Fyrrum hjákona Björns Inga Hrafnssonar reyndi að kúga fé úr forsætisráðherra. Þegar Björn Ingi var borgarfulltrúi seldi hann fjölskyldusilfur Orkuveitunnar til auðmanna og grét í sjónvarpsmyndavélar þegar upp komst um strákinn Tuma.

Björn Ingi stofnaði Samvinnuflokkinn þegar hann varð þess áskynja að Sigmundur Davíð væri á leið úr Framsóknarflokknum. Bingi, eins og hann er kallaður, segir Samvinnuflokkinn fjöldahreyfingu er gangi ,,einhuga" til fylgis við Miðflokk Sigmundar Davíðs.

En Samvinnuflokkurinn er ódýrt áróðursbragð með einn siðlausan félaga. Að upplagi er Bingi pólitískur rótari og á heima baksviðs. Verði Bingi í framlínu Miðflokksins yrði það auglýsing um að siðleysið sé aftur mætt í íslenska pólitík.

 


mbl.is Sigmundur með forystu um framhaldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er pólitík, svo er það Sigmundur Davíð

Sigmundur Davíð talar um stóru málin á meðan flestir jagast í smáatriðum. Í viðtölum á Stöð 2 (góður spyrill) og RÚV (heimildalaus sjanghæ-spyrill) kom út úr öðru munnviki Sigmundar Davíðs meiri pólitík en vinstritungufossar koma út úr sér heilan þingvetur.

Ekkert pex um tittlingaskít heldur stóru línurnar í landsmálum. Og Sigmundur Davíð á innistæðu fyrir stórpólitíkinni. Hann sýndi 2013 til 2016 að hann er maður að útfæra og hrinda í framkvæmd stefnumálum sínum. Spyrjið bara ríkissjóð, sem var í öndunarvél þegar Sigmundur Davíð varð forsætisráðherra en var orðinn að gullkistu eftir uppgjörið við þrotabú föllnu bankanna. Það var höfundarverk Simma.

Sigmundur Davíð er laus úr viðjum smásálarstjórnmála og stefnir hraðbyri á stjórnarráðið.

 


mbl.is Sigmundur: „sjanghæjaður“ í viðtal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigmundur Davíð er stjórnmálaafl

Á fimm dögum verður Sigmundur Davíð stærri en samanlagður Framsóknarflokkurinn. Ekki nóg með það heldur eru ruðningsáhrifin slík að tveir stjórnmálaflokkar, Viðreisn og Björt framtíð, falla af þingi.

Einn og sér er Sigmundur Davíð sterkara stjórnmálaafl en Framsókn.

Vel af sér vikið, SDG.


mbl.is Mælist með meira fylgi en Framsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstriflokkarnir og eftirlætismálið

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir bjó til stjórnlagaráð að semja stjórnarskrá. Ráðið hafði ekkert umboð frá almenningi, aðeins fyrstu hreinu ríkisstjórn lýðveldisins.

Við búum við stjórnarskrá sem virkar. Ný stjórnarskrá myndi ekki bæta lífskjörin, ekki bæta stjórnmaálamenninguna, ekki auka mannréttindi, ekki gera okkur hamingjusamari. En ný stjórnarskrá myndi skapa óvissu um útfærslu á nýrri stjórnskipan.

Og ný stjórnarskrá ylli vinstriflokkunum töluverðum vanda. Þeir yrðu að finna nýtt eftirlætismál. Áður en stjórnarskráin varð aðalamálið ríghéldu vinstriflokkarnir í ESB-aðild Íslands og mjólkuðu það til atkvæðaveiða í fjölda ára.


mbl.is Meirihluti vill nýja stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband