Fréttamenn á bakvið fall ríkisstjórnarinnar

Fréttamenn á vinstriútgáfum eins og Stundinni, Kjarnanum og RÚV vissu með löngum fyrirvara að til stæði að spyrða föður forsætisráðherra saman við þekktan barnaníðing. Þessum upplýsingum var lekið til Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 

Þessir flokkar stóðum höllum fæti í skoðanakönnunum og gripu tækifærið fengis hendi að sprengja ríkisstjórnina. Björt framtíð varð fyrri til á næturfundi en talsmenn Viðreisnar útskýrðu strax daginn eftir að til hefði staðið að fella ríkisstjórnina út af sama málinu.

Á daginn kom að vinstrifjölmiðlarnir Stundin, RÚV og Reykjavík Media áttu tvöfaldan skammt af pólitísku sprengiefni. Blaðamaður Guardian, Jon Henley, var í sambandi við íslenska fréttamenn þegar 5. september, tíu dögum áður en ríkisstjórnin féll, vegna endurvinnslu á 9 ára gamalli frétt um viðskipti Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra.

Íslenskir fréttamenn láku þeim upplýsingum til forystu Bjartrar framtíðar og Viðreisnar að Sjálfstæðisflokkurinn og formaður hans yrðu brátt teknir af lífi með tvöfaldri atlögu þar sem vopnin voru barnaníð annars vegar og hins vegar áburður um ólögmæt viðskipti.

Þetta skýrir hvers vegna Viðreisn og Björt framtíð voru í kapphlaupi að sprengja ríkisstjórnina. Þeir sem yrðu fyrstir til myndu græða mest pólitískt kapítal.

En tvöfalda atlagan misheppnaðist. Þess vegna eru talsmenn Viðreisnar og Bjartar framtíðar í biðröð að biðjast fyrirgefningar á frumhlaupinu.


mbl.is Ástæða til að slíta samstarfinu eða ekki?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Réttsýni

Þetta er nú meira bullið í þér Páll. Galtómar samsæriskenningar. Með þessu rugli ertu kominn á par með þeim sem halda því fram að engin skotárás hafi átt sér stað í Las Vegas á dögunum. Sorglegur málflutningur og virkilega leiðinlegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli ekki eiga betri málssvara sem er vandaðri að virðingu sinni og með kollinn í lagi.

Réttsýni, 10.10.2017 kl. 15:51

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

(Svei mér ef Jón Frímann er ekki mættur aftur)

Jón Steinar Ragnarsson, 10.10.2017 kl. 16:05

3 Smámynd: Réttsýni

Annars langar mig að benda þér og öðrum á nýjustu uppljóstrunina um lygar Bjarna Benediktssonar að fjölmiðlum og samstarfsfólki, í þetta skipti um Falson, stutt gögnum sem sýna hans eigin skrif og tölvupósta:

https://stundin.is/grein/5562/

Vonandi eru enn til nokkrir Sjálfstæðismenn sem velja sannleikann umfram lygarnar.

Ekkert að þakka.

Réttsýni, 10.10.2017 kl. 16:06

4 Smámynd: FORNLEIFUR

 ICEHOT1 reddar örugglega málunum. Hann bakar góðar kökur og skreytir þær enn betur. Ef eitthvað fer úrskeiðis setur hann glassúr á mjúkleka kremið og allt heila klabbið og sprautar síðan stóru drullugu D úr sukkulaðisprautu sinni ofan á kökuna.

En hvað með nýtt fólk í flokkinn, Páll? Sérðu ekki þann möguleika - er ekki tími til kominn?

FORNLEIFUR, 10.10.2017 kl. 19:54

5 Smámynd: Valur Arnarson

Ég sé að herra Réttsýnn er farinn að vitna í aumkunarverða tilraun Stundarinnar til að gera 10 ára gömul viðskipti Bjarna tortryggileg, vegna þess að þetta með 9 ára gömlu viðskiptin klikkaði.

Nú er skandallinn að einn af meðeigendum Bjarna sendi einhverjum bankamanni tölvupóst um að félagið yrði líklega Seychelles félag. Og þetta á að sanna að Bjarni hafi vitað hvað ?

Herra Réttsýnn skorar sjálfsmark þegar hann segir Stundina vera með tölvupósta frá Bjarna sjálfum - en ekkert slíkt er í umfjöllun Stundarinnar. Því er þetta eins og allt annað sem kemur frá þessum miðli. Stormur í vatnsglasi.

Valur Arnarson, 10.10.2017 kl. 20:23

6 Smámynd: FORNLEIFUR

Kannski vinnur Hr. Réttsýnn fyrir Stundina, þessa stundina? Kannski er Stundin að teygja á fréttinni fram til kosninga til að eyðileggja sem mest fyrir Bjarna og Sjálfstæðisflokknum? Kannski er Réttsýnn gamalt íhald sem er búinn að fá nóg?

Hér minnist maður óneitanlega danska orðatiltækisins: Hvis og hvis min røv er spids - og fyldt med marmelade... sem Danir skýra fyrir enskumælandi mönnum á þennan hátt: If there are too many unknowns in a hypothetical, the chance of it being true is zero, just like the hypothetical situation of "an ass being pointy and filled with marmalade."

FORNLEIFUR, 10.10.2017 kl. 22:38

7 Smámynd: Valur Arnarson

Góður Fornleifur wink

Valur Arnarson, 10.10.2017 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband