Ríkisrekin hugsjón

Kjarninn er útgáfa byggð á ,,hugsjón og rómantík" skrifar Þórður Snær ritstjóri í afmælisgrein. Hugsjónir Kjarnans eru m.a. að Ísland verði ESB-ríki og að við áttum að borga Icesave. 

Hugsjónir útgáfunnar eru studdar ,,stað­reynda­mið­uðum skoð­ana­skrif­um", segir ritstjórinn. Á mæltu máli heitir þetta hlutdrægni.

Það liggur í eðli hugsjóna að þær eru hlutdrægar. Menn sannfærast um ágæti málstaðar og fylgja eftir sannfæringu sinni í riti og ræðu. Allt í lagi með það. Orðræða og skoðanaskipti eru af hinu góðu.

Verra er að Þórður Snær vill að ríkið borgi með hugsjónaútgáfunni. Það er ekki hlutverk ríkisins að taka upp á sína arma hugsjónir afmarkaðra hópa og gefa þeim peninga til að kynna hugðarefni sín. Menn eiga að tala fyrir eigin reikning, ekki á kostnað annarra.

Við sitjum uppi með ríkisfjölmiðil sem rekinn er undir merkjum hugsjóna starfsmanna. Fyrrverandi menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, leggur til að RÚV verði úrelt, lagt niður.

Til þess eru þess eru vítin að varast. Ríkisrekin hugsjón endar ávallt með óskapnaði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

"Eftir höfðinu dansa limirnir!" (Segir máltækið).

Ábyrgð sitjandi útvarpsstjóra hverju sinni er væntanlega mikil.

Ég legg til að RÚV komi sér upp sínu eigin Bloggsvæði með nákvæmlega sama hætti og mogginn er með.

=Það eru LEIÐARNARNIR inn í framtíðina sem að skipta meira máli en caos-fyrirsagnir og boltaliekir.= Að hugsa í lausnum.

=Það er eitthvað sem að við gætum kallað ALMANNAÞJÓNUSTU.

-------------------------------------------------------------------

Það er komið alveg gríðarlega mikið af sóðalegum glæpaþáttum á rúv sem að leiða ekki  til neinnar framþróunnar en draga samfélgAið frekar niður.

Of Mikið af heila-skemmandi teiknimyndum  og krakka-rúv sem að hafa ekkert fróðleiksgildi en gera illt verra af því að klippingarnar á myndefninu eru of hraðar.

Eina von rúv gæti verið komandi KASTLJÓS-ÞÁTTUR þar sem að von gæti verið á einhverri vitrænni umræðu.

Jón Þórhallsson, 21.8.2017 kl. 17:52

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Páll. Mér finnst eins og það hafi lengi legið í loftinu, að stöð 2, nú 365, ætti að verða nýja framtíðar RÚV?

Og nú koma þær fréttir hér á þinni síðu að Kjarninn eigi líka að verða nýja RÚV? Hvers konar keðjuhringrásar feluleikur og bakferla risaveldanna verk eru þetta eiginlega?

Er þá ekki eins gott að hafa bara eitt RÚV? Ríkisútvarpið skattgreidda og skattgreiðendanna ópólitískt þjónandi?

Þetta RÚV sem einu sinni var svona nokkurn veginn ríkisútvarp okkar landsmanna allra má endurbæta. Það er ekki endilega alltaf hættulega gamaldags að taka aftur upp gamlar og góðar grunnstofnanir á réttum forsendum. Sparar kannski líka kennitölu-flakkararuglið nútímalega og hættulega?

Gerum Ríkisútvarpið bara að okkar flokkaópólitíska fréttanna fróðleiks fjölmiðli, með skoðana/tjáningarfrjálsri og gagnrýnni umræðu allra ólíku eigendanna.

Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.

Það þarf að fylgja viljanum fast eftir, með lýðræðisumræðunnar skylduþátttöku. Viljinn dregur meira en hálft hlassið. Sjálfstæður, velmeinandi og staðfastur hugsjónaviljinn kostar mismiklar og sárar fórnir. Hjá því verður aldrei komist.

Valdið til friðar og réttlætis fyrir alla, kemur frá tjáningarfrjálsum almenningi og réttlátri lýðræðisumræðunnar aðhaldi.

Þannig virkar trúlega lýðræðisríkis samfélag, í rétta átt til siðmenntaðrar framþróunar.

Náum Ríkisfjölmiðlinum á Íslandi á ópólitíska og réttra frétta-braut. Það er hægt, og aldrei of seint að snúa við af hálfrangri braut í neinum málum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.8.2017 kl. 23:37

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Las afmælisgrein Þórðar Snæs og hafði skrifaði fáeinar línur þegar allt þurrkaðist út.Ég þarf ekki að endurskrifa því ég er svo hjartanlega sammála síðuhöfundi og þér Anna Sigríður.Mb.Kv. 

Helga Kristjánsdóttir, 22.8.2017 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband