Perrapólitík vinstrimanna hefndi sín

Vinstrimenn keyrðu kosningabaráttu sína á þeirri forsendu að pólitískir andstæðingar þeirra væru perrar í annarri af tveim útgáfum - ef ekki báðum -; barnaperrar eða fjármálaperrar.

Perrapólitíkin fékk uppslætti í vinstriútgáfum eins og RÚV, Stundinni og Kjarnanum. Til viðbótar teiknuðu vinstrimenn Íslendinga upp sem viðundur í erlendum fjölmiðlum.

Vinstrimenn töpuðu á perrapólitíkinni. Vinstrimenn sýndu sig siðferðilega á lágu plani og uppskáru eftir því.


mbl.is „Þörfnumst þess að fá velferðarstjórn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tjaldbúinn í Laugardal er sigurvegarinn

Sigurvegari kosninganna er tjaldbúinn í Laugardal sem fór á mis við mannúð og mildi góðærisins. Tjaldbúinn í Laugardal stal kosningasigri Vinstri grænna og Samfylkingar og færði Miðflokknum og Flokki fólksins.

Á yfirborðinu virðist flókið mál að mynda ríkisstjórn. En ef flokkarnir skilja hverjum klukkan glymur er einboðið hverjir vinni saman.

Enginn möguleiki er á vinstristjórn. Aðeins eitt annað er útilokað og það er ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokksins.

Að þessum forsendum gefnum er einn raunhæfur möguleiki á ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir taki höndum saman með Framsóknarflokknum og myndi meirihluta með 35 þingmönnum. Tveir aðrir flokkar kæmu til greina í stað Framsóknar, Miðflokkur eða Samfylkingin, en þá yrði meirihlutinn 34 þingmenn.

Sjálfstæðisflokkurinn mun vilja Miðflokkinn fremur en Samfylkingu en því er öfugt farið hjá Vinstri grænum. Málamiðlunin er Framsókn, sem einnig tryggir aukinn meirihluta.

Tjaldbúinn í Laugardal gæti sæst á ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks. Tjaldbúinn er raunsærri en margur heldur.


mbl.is Ríkisstjórnin tapar 12 þingsætum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstrimenn töpuðu - og fjölmiðlar þeirra

Siðbótarflokkurinn Björt framtíð hvarf af þingi. Vinstri grænir bæta við sig einu prósenti. Samfylking jafnar næst lélegustu útkomu sína frá stofnun, 13 prósent. Píratar tapa helmingnum af þingmönnum sínum.

Af hálfu vinstriflokkana áttu þessar kosningar að snúast um spillingu. Fjölmiðlar eins og RÚV, Stundin og Kjarninn framleiddu falsfréttir í akkorði til að telja fólki trú um að menn eins og Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð væru óalandi og óferjandi.

En 35 prósent þjóðarinnar kaus flokka Bjarna og Sigmundar. Þjóðin keypti ekki falsfréttirnar og áróðurinn.

 


mbl.is Vinstri vængurinn að styrkjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband