Fullveldisstjórnin; Ţjóđviljinn og Heimssýn

Ný ríkisstjórn tekur viđ völdum á morgun, fullveldisdaginn 1. desember. Afkomandi ritstjóra Ţjóđviljans er forsćtisráđherra og fyrrum formađur Heimssýnar situr ríkisstjórnina.

99 ára afmćlisgjöfin til fullveldisins verđur varla betri.

Til hamingju, Ísland.


mbl.is Ráđherrakapallinn opinberađur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Tvćr stjórnmálastefnur í landinu; hamingja og óhamingja

Ţrátt fyrir eina tíu starfandi stjórnmálaflokka eru ađeins tvćr stjórnmálastefnur í landinu. Önnur tekur miđ af raunástandi, leitar lausna á skilgreindum vanda og er međvituđ um ađ hlutverk stjórnmála er ekki ađ gera fólk hamingjusamt heldur ađ forđa almenningi frá óhamingjunni sem fylgir pólitískri óreiđu.

Hin stjórnmálastefnan leitar ađ óskilgreindum vandamálum, gerir úlfalda úr mýflugu og ímyndar sér ađ forgangsmál stjórnmála sé ađ gera alla hamingjusama.

Raunsćisfólkiđ sem fylgir fyrstu stjórnmálastefnunni situr undir óbótaskömmum ţeirra sem fylgja seinni stjórnmálastefnunni. Kolbeinn Óttarsson Proppé ađhyllist fyrstu stjórnmálastefnuna. Hann skrifar:

Miđađ viđ umrćđu síđustu daga mun hér allt fyll­ast af „komm­ent­um“ um hví­lík­ur svik­ari ég sé, hvernig ég hafi selt hug­sjón­ir mín­ar ódýrt og hvađ ég sé al­mennt lé­leg­ur papp­ír,“ skrif­ar hann og seg­ir ađ ţađ verđi ţá ađ hafa ţađ.

Erfiđleikar ţeirra sem fylgja seinni stjórnmálastefnunni stafa einkum af einu almennu atriđi mannlífsins er ţeir neita ađ skilja. Ekki sökum greindarskorts heldur skekkju í lífsafstöđu. Atriđiđ er ţetta: í heiminum verđur alltaf til meira af hugsjónum en hamingju. Af ţessu atriđi leiđir einföld speki. Sá sem leitar hamingjunnar međ hugsjón er dćmdur til eilífrar óhamingju.

 


mbl.is „Miklar tilfinningar í spilinu“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Tveir Vg-ţingmenn mála sig út í horn

Flokkurinn er tekin alvarlega hjá Vinstri grćnum. Ţađ er hluti sósíalískrar arfleifđar. Ţegar flokkurinn tekur mikilvćga ákvörđun er ćtlast til ađ ţingmenn fylgi flokkssamţykkt.

Ţegar tveir ţingmenn lýsa sig í andstöđu viđ skýra flokkssamţykkt eru ţeir komnir hálfa leiđ úr flokknum.

Rósa Björk og Andrés Ingi hljóta ađ hugsa sinn gang.


mbl.is Vinstri grćn samţykktu sáttmálann
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ísland virkar, bylting er óţörf

Ţeir kveinka sér sem vilja bylta samfélaginu, stokka upp stjórnskipunina, umbreyta atvinnulífinu og efna til ófriđar milli ţjóđfélagshópa.

Sumir eru enn fastir í byltingarmóđ eftirhrunsins, sjá ónýta Ísland í hverju horni og mála skrattann á vegginn.

Vonandi endurspeglar sáttmáli nýrrar ríkisstjórnar ţessa einföldu stađreynd: Í meginatriđum virkar Ísland. Viđ ţurfum ekki byltingu, kannski einhverjar breytingar á afmörkuđum sviđum.

Ríkisstjórnin á hverjum tíma á ađ mynda almennan ramma um samfélagiđ og sjá til ţess ađ gangverkiđ tifi - grípa inn í ađstćđur ef nauđsyn krefur en annars leyfa fólki ađ lifa sínu lífi. (Gildir líka um kvartsáru byltingarmennina, sem eru best geymdir utan stjórnarráđsins).


mbl.is „Ég get unniđ međ ţennan sáttmála“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ísland heimsmeistari - viđ bara vitum ţađ ekki

Ísland er sem sagt heimsmeistari í jafnrétti kynjanna. Umrćđan er nú engu ađ síđur iđulega ađ hér sé vođalegt ástand í jafnréttismálum.

Kannski er ţađ leiđin, ađ vita ekki um heimsmeistaratignina, til ađ ná enn betri árangri.

Óneitanlega vćri nú samt huggulegra ađ umrćđan vćri í ögn meira samrćmi viđ veruleikann.


mbl.is „Ísland er heimsmeistari í jafnrétti“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ferđaţjónustan áfram niđurgreidd

Ferđaţjónustan er niđurgreidd, borga ekki sama virđisaukaskatt og ađrar atvinnugreinar. Nýja ríkisstjórnin ćtlar ađ halda ţví fyrirkomulagi, samkvćmt fyrstu fréttum.

Nú liggur í augum uppi ađ ferđaţjónustan selur Ísland. Enginn ferđamađur kemur hingađ í ţeim tilgangi ađ sćkja heim ferđaţjónustufyrirtćki. Útlendingar koma til Íslands vegna lands og ţjóđar. Og ferđaţjónustan gerđi nákvćmlega ekkert til ađ skapa verđmćtin sem seld eru útlendingum.

Ţađ ţarf sterk rök til ađ viđhalda niđurgreiđslu heillar atvinnugreinar. Ţau rök hafa ekki komiđ fram.


mbl.is Hyggjast dreifa orkunni betur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Alţingi niđurlćgt 1942 og 2017

Áriđ 1942 var alţingi niđurlćgt međ utanţingsstjórn, eins og Stefán Pálsson segir. Niđurlćging ţingsins 2017 felst í metfjölda flokka á ţingi. 

Í báđum tilvikum getur ţingheimur sjálfum sér um kennt. Ósćtti lamađi alţingi í ađdraganda utanţingsstjórnarinnar. Kosningarnar í ár stöfuđu af vangetu sjö flokka ţingheims ađ mynda meirihlutastjórn. Ţjóđin galt stjórnmálakerfinu rauđan belg fyrir gráan og bćtti áttunda stjórnmálaflokknum viđ óreiđuna á Austurvelli.

Lćrdómurinn er sá sami 1942 og 2017; fyrrum ađalandstćđingar taka höndum saman um ríkisstjórn.

Sumt breytist ađeins á yfirborđinu.


mbl.is Hlakkar til ađ skođa sáttmálann
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

100 ára stéttastjórnmálum lýkur - sögulegar sćttir

Í sögubókum er kennt ađ stéttastjórnmál taki viđ pólitískri fullveldisbaráttu 1. desember 1918. Ţótt söguleg ţróun breytist ekki á einum degi markar fullveldiđ ţau skil í sögunni ađ 70 ára baráttu fyrir íslensku ţjóđríki lauk fyrir öld.

Tímabiliđ sem tók viđ má kenna viđ stéttastjórnmál ađ ţví leyti ađ meginátökin stóđum um skiptingu efnahagslegra verđmćta.

Eftir seinna stríđ slíđruđu sverđin Sjálfstćđisflokkur og forverar Vinstri grćnna, Sósíalistaflokkurinn, en ţessir flokkar voru öndverđir í stefnu um hvernig helstu ţjóđfélagsmálum skyldi skipađ. 

Nýsköpunarstjórnin 1944 - 1947 var stofnuđ á lýđveldisárinu en lauk ótímabćrt störfum ţegar kalda stríđiđ hélt innreiđ í íslensk stjórnmál. Á tćpu kjörtímabili tókst engu ađ síđur ađ mynda sátt sem haldiđ hefur ć síđan, ađ hér skuli rekiđ blandađ hagkerfi.

Eftir ađ nýsköpunarstjórnin sprakk hafa Sjálfstćđisflokkur og sósíalistar ekki starfađ saman í ríkisstjórn. En núna fćr afkomandi Skúla Thoroddsens, sem ritstýrđi Ţjóđviljanum á tímum fullveldisstjórnmála, umbođ til ađ mynda samstjórn höfuđandstćđinga stéttastjórnmálanna.

Eins og ţađ sé ekki nóg ađ borgaraöflin og róttćklingarnir taka höndum saman um landsstjórnina eftir 100 ára andstöđu flýtur bćndaflokkur Jónasar frá Hriflu međ inn í Arnarhvol. Togstreita ţéttbýlis og sveitasamfélagsins var annar helsti vettvangur átaka síđustu öld, nćst á eftir verkalýđsbaráttunni.

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er stjórn sögulegra sátta. 


mbl.is Katrín fćr stjórnarmyndunarumbođiđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sćlan í fátćktinni

Framan af síđustu öld biđu róttćkir vinstrimenn eftir byltingunni, sćlir í valdafátćkt en ríkir í hugsjón. Byltingin kom aldrei, neysluhyggjan gerđi öreigana ađ millistétt sem varđ fráhverf róttćkni.

Vinstrimenn skiptu út hugsjónum enda háđir sćlunni sem fylgir valdafátćktinni. Í stađ baráttu fyrir bćttum lífskjörum var leitađ á miđ sjálfsvitundarinnar. Sjálfmiđuđ stjórnmál gera pólitík úr hvađa vansćlu sem vera skal og einu gildir hvort hún sé ímynduđ eđa raunveruleg.

Vinstri grćnir standa frammi fyrir ákvörđun um ađ viđhalda fátćktarsćlunni eđa taka ţátt í málamiđlunum sem óhjákvćmilega setja bletti á skínandi hugsjónir. Ţađ tekur á ađ gera upp hug sinn, sem vonlegt er.


mbl.is Ekki enn búin ađ ákveđa sig
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

RÚV-atlagan ađ hćstarétti

Skúli Magnússon formađur Dómarafélags Íslands segir RÚV hafa stađiđ fyrir ,,ţaulskipulagđri ađgerđ" gegn hćstarétti og stjórnskipum landsins fyrir ári. Rétt er ađ rifja upp helstu málsatvik hćstaréttarupplaups RÚV fyrir ári:

Síđdegis á mánudag kynntu ritstjórar Kastljóss, Ţóra Arnórsdóttir og Helgi Seljan, skandal kvöldsins, um spillingu í hćstarétti, hornsteini réttarkerfisins.

Spilađ var á tilfinningar öfundar og tortryggni í fréttinni: Markús Sigurbjörnsson, hćstaréttardómari og forseti Hćstaréttar, átti hlutabréf fyrir tugi milljóna í Glitni banka á árunum fyrir hrun. Bréfin seldi hann međ miklum hagnađi áriđ 2007. Dómarar viđ Hćstarétt eru ćviráđnir og laun ţeirra međ ţví hćsta sem gerist hjá hinu opinbera til ađ tryggja sjálfstćđi ţeirra.

Eins og til var ćtlast tóku ađrir fjölmiđlar undir, sérstaklega 365-miđlar Jóns Ásgeirs Jóhannesson, sem er fastakúnni hjá dómskerfinu, bćđi fyrir og eftir hrun. Gamalkunnugt stef frá tímum síđustu ríkisstjórnar vinstrimanna, um ónýta Ísland, var komiđ međ nýtt viđlag: hćstiréttur er líka gerspilltur.

RÚV er ábyrgđarlaus fjölmiđill, eins og dćmin sanna.

 

 

 
 
 
 
 

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband