Trú, sekt og Trump

Trúin gerði Evrópu að lávarði heims á nýöld. Með kristna miðaldatrú í farteskinu lögðu Evrópuríki undir sig fjórar heimsálfur, Norður- og Suður-Ameríku, Afríku og Ástralíu.

Þegar kristnin tók að dofna smíðuðu Evrópumenn tvenn ný trúarbrögð, kommúnisma og nasisma, sem hvor um sig gerði atlögu að heimsyfirráðum. Um tíma eftir seinni heimsstyrjöld var heiminum skipt í tvennt, austur og vestur, þar sem veraldarvædd kristni, oft kölluð frjálslyndi, stóð andspænis kommúnisma.

En nú er öldin önnur. Vestræn ríki eru þjökuð af sektarkennd. Cheryl Benard segir í National Interest að ungir múslímskir karlmenn nýti sér þessa sektarkennd til að nauðga vestrænum konum í evrópskum borgum. Þeir múslímsku eru sannfærðir um sína yfirburði í krafti trúarinnar, á líkan hátt og Evrópumenn voru á nýöld. Viðbrögð yfirvalda eru tepruleg, það óttast allir að fá á sig rasistastimpil.

Pólitík vestrænnar sektarkenndar er alþjóðahyggja þar sem öll dýrin í skóginum eru vinir og stunda frjáls viðskipti. Ástæðan fyrir kjöri Trump á síðasta ári er einkum tvíþætt. Í fyrsta lagi eru ekki öll dýrin í skóginum vinir. Regluleg hryðjuverk herskárra múslíma í vestrænum borgum eru til marks um það.  Í öðru lagi gerðu frjálsu viðskiptin stóra hópa á vesturlöndum, ekki síst Bandaríkjunum, fátæka á með alþjóðaelítan græddi á tá og fingri.

Donald Trump er andsvar við vestrænni sektarkennd almennt og bandarískri sérstaklega. Hann boðberi afturhvarfs til fyrri gilda um vestræna menningaryfirburði. Sumum finnst, t.d. Margaret Atwood, að Trumpismi lykti af fasisma. En fyrst og fremst var sigur Trump til marks um að vestræn sektarkennd og pólitíkin sem henni fylgir er gengin sér til húðar.


mbl.is Endurvarp fjórða áratugarins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðmundur varð fyrir einelti - utan þings

Guðmundur Steingrímsson stofnandi Bjartar framtíðar og þingmaður um skeið segir frá einelti sem hann varð fyrir í hreinskilnum pistli í Fréttablaðinu. Eineltið fólst í atyrðum, bæði á samfélagsmiðlum og í raunheimi.

Einelti er kannski full sterkt orð í þessu samhengi. Venja er að tala um einelti hóps, t.d. í skóla eða á vinnustað, gegn einstaklingi. En Guðmundur hefur ábyggilega nokkuð til síns máls þegar hann talar um eineltistilburði - að hrakyrða fólk opinberlega vegna skoðana sem það hefur.

Guðmundur ber saman starfsandann á alþingi, sem er almennt góður, og andrúmsloftið í samfélaginu sem er almennt neikvætt, einkum gagnvart þingmönnum.

Tvær athugasemdir má gera við þennan samanburð. Í fyrsta lagi eru þingmenn líka hluti af samfélaginu. Í búsáhaldabyltingunni og misserin þarf á eftir voru sumir þingmenn ýmist inni í þingsal eða með skrílslæti á Austurvelli.

Þingmenn, oft í samspili við samfélagsmiðla og fjölmiðla, taka iðulega þátt í og eru jafnvel hvatamenn að rógburði og illmælgi. Ósiðirnir vinda upp á sig.

Seinni athugasemdin lýtur að valdabaráttunni í samfélaginu eftir hrun. Viðurkenndar stofnanir, allt frá stjórnmálaflokkum til stjórnarskrárinnar, stóðu veikt vegna þess að öfl í samfélaginu vildu bylta ríkjandi fyrirkomulagi; henda stjórnarskránni og gera Ísland að ESB-ríki.

Þegar sjálft lýðveldið er í húfi tíðkast ekki vettlingatökin í umræðunni.


Stjórn Vinstri grænna, Samfylkingar og Pírata

Þriggja flokka vinstristjórn er í kortunum, samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar. Vinstri grænir, Samfylking og Píratar sameinast um hærri skatta, endurræsingu ESB-umsóknar og atlögu að stjórnarskránni.

Sjálfstæðisflokkurinn er eina aflið sem getur hindrað valdatöku vinstrimanna.

Og það eru aðeins tvær vikur til kosninga.


mbl.is X-S er hástökkvari vikunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband