Hægribylgja - fullveldið sigrar ESB-flokka

Niðurstaða kosninganna er að hægriflokkar bera sigur út býtum. Sjálfstæðisflokkur vinnur varnarsigur, Miðflokkurinn stórsigur og Framsóknarflokkurinn sigraði kannanir.

Vinstri grænir eru á sömu slóðum og síðustu kosningar og Samfylking fær fylgi Bjartrar framtíðar.

Á eftir Miðflokknum er Flokkur fólksins sigurvegari kosninganna.

ESB-flokkurinn á hægri vængnum, Viðreisn, tapar.

Íslendingar eru skynsöm þjóð, þótt stundum megi efast um það.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með 23,2%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningasaga mín frá hruni: Vinstri grænir til Sjálfstæðisflokks

Fyrstu þingkosningarnar eftir hrun, 25. apríl 2009, kaus ég Vinstri græna. Með þeim rökum að Vinstri grænir myndu forða okkur frá Evrópuófriði Samfylkingar. Það reyndist tálsýn, Vinstri grænir sviku stórt 16. júlí 2009.

Næstu kosningar, vorið 2013, kaus ég Framsóknarflokk Sigmundar Davíðs. Því atkvæði var vel varið. Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks stöðvaði ESB-ferlið, gerði glæsilega upp við þrotabú föllnu bankanna og stóð fyrir vel heppnaðri skuldaleiðréttingu heimilanna (sem ég reyndar studdi ekki og tók ekki þátt í - ég fæ enn að heyra hnjóðsyrði frá eiginkonunni fyrir vikið).

Haustkosningarnar 2016 fékk Sjálfstæðisflokkurinn atkvæði mitt. Almennt mat mitt er að við þurfum kjölfestu í stjórnmálin og Sjálfstæðisflokkurinn er eina stjórnmálaaflið sem kemur þar til greina.

Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn, með sömu rökum og fyrir ári. Eina raunhæfa leiðin til að stjórnmálin verði eðlileg á ný er að Sjálfstæðisflokkurinn verði ráðandi afl.

 


mbl.is Stefnir í spennandi kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband