Engin vinstristjórn, enda enginn vinstrisigur

Til að mynda vinstristjórn verða vinstriflokkarnir að vinna sigur í þingkosningum. Á laugardag bættu Vinstri grænir við sig einu prósenti, Samfylking hlaut sína næst lélegustu kosningu og Píratar töpuðu 4 þingmönnum. Heill vinstriflokkur þurrkaðist út af þing.

Úr tapi vinstriflokka er ekki hægt að smíða vinstristjórn. Það þýðir að ESB-málið er dautt, tilraunir með stjórnarskrána verða ekki samþykktar og skattpíning er afþökkuð.

Líklega þurfa vinstrimenn nokkra daga til að skilja niðurstöður kosninganna. Vinstrafólk er tilfinningaríkt og hugsar á mörkum hins röklega. Leyfum þeim að komast til meðvitundar.


mbl.is Hafnar þjóðaratkvæði um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björt, Óttarr veðjuðu á reiðibylgju - sem hjaðnaði snöggt

Óttarr Proppé og Björt framtíð veðjuðu á að reiðibylgja í samfélaginu myndi skila þeim fylgi í kosningum. Þegar andstæðingar Sjálfstæðisflokksins bjuggu til hóp barnaníðinga úr móðurflokknum ákvað Björt framtíð að stökkva á öldutoppinn í von um fylgi.

Björt framtíð taldi að kosningarnar 2017 yrðu endurtekning á kosningunum 2016 þegar flokkurinn naut góðs af andstöðu við búvörusamninginn.

En barnaníð og búvara er ekki alveg sami hluturinn. Reiðibylgja á samfélagsmiðlum þarf málefni til að rísa og stækka. Skáldskapur, þótt haganlega saminn, er ekki nóg.

Þess vegna er Björt framtíð ekki á þingi og Óttarr ekki formaður.


mbl.is Óttarr hættir sem formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnmál, tilfinningar og rök

Tilfinningaþrungið eintal Ingu Sæland um fátækt á Íslandi í beinni útsendingu RÚV daginn fyrir kjördag skilaði Flokki fólksins án ef atkvæðum. Hve mörgum veit enginn. Sigmundur Davíð gefur fólki hugboð um að hann kunni lausnir á flóknum vanda. 

Stjórnmál eru aðeins að hluta rökhugsun. Fáir ná árangri á þeim vettvangi nema að kunna lesa sig inn á tilfinningalíf kjósenda. Á norrænu og þýsku er stundum talað um ,,Fingerspitzengefühl" þegar átt er við innsæi í þjóðarsálina.

Sumir, til dæmis Inga og Sigmundur Davíð, eru gædd náttúruhæfileikum á þessu sviði, sem margar röksálir öfunda þau af.


mbl.is Kannanir misstu af Flokki fólksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV er hlutdrægur fjölmiðill

RÚV stundar hlutdræga fréttamennsku, ekki annað slagið vegna mistaka, heldur reglulega í þágu vinstristjórnmála. Dæmin eru mýmörg síðustu ár.

Í nýafstaðinni kosningabaráttu tók RÚV þátt í að klekkja á Sjálfstæðisflokknum með endurflutningi á fréttum Stundarinnar þar sem meira en tíu ára gömul viðskipti formanns Sjálfstæðisflokksins voru gerð tortryggileg. Þar varð einbeittur vilji til að þjóna pólitískum hagsmunum settur framar hlutlægri fréttamennsku.

RÚV fellur reglulega í þann pytt að gera eina fjöður að fimm hænum. Eitt afbrigðilegasta dæmið síðustu vikur er þegar RÚV komst að þeirri niðurstöðu að ,,dulúð" léki um skattaframtal Sigmundar Davíðs og eiginkonu hans.

,,Hverjir vilja vinna með Katrínu Jakobsdóttur? Réttið upp hönd"-spurningin á lokakvöldi kosningabaráttunnar var tilraun RÚV til að lyfta formanni Vinstri grænna upp í pólitískt hásæti.

Á fréttastofu RÚV er ráðandi pólitísk vinstrimenning sem er faglegum metnaði yfirsterkari.


mbl.is Ólík afstaða kjósenda til RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband