Jón Gnarr gagnrýnir Óttarr: ţig skortir leyndarhyggju

Jón Gnarr gagnrýnir formann Bjartar framtíđar, Óttar Proppé, fyrir skort á leyndarhyggju. Jón telur ađ Óttarr hafi upplýst fjölmiđla um peningakröfur Jóns til stjórnmálamálaflokka. Á Vísi segir

Jón veltir fyrir sér ţví hvernig fjölmiđlar hafi komist á snođir um ţađ ađ hann fengi greitt fyrir sína vinnu fyrir Samfylkinguna, nokkuđ sem hann hafđi ađeins sagt Óttari Proppé af, og Dr. Gunni hafi veriđ í forsvari hvađ ţađ mál varđar.

Jón réđ sig til Samfylkingar sem pólitískt lukkudýr en fćr titilinn ráđgjafi. Samfylkingin berst gegn leyndarhyggju í samfélaginu og er Jón ábyggilega liđtćkur ráđgjafi um leyndarhyggju - eđa skort á henni.


mbl.is Jón Gnarr hjólar í Bjarta framtíđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fréttamenn á bakviđ fall ríkisstjórnarinnar

Fréttamenn á vinstriútgáfum eins og Stundinni, Kjarnanum og RÚV vissu međ löngum fyrirvara ađ til stćđi ađ spyrđa föđur forsćtisráđherra saman viđ ţekktan barnaníđing. Ţessum upplýsingum var lekiđ til Viđreisnar og Bjartrar framtíđar. 

Ţessir flokkar stóđum höllum fćti í skođanakönnunum og gripu tćkifćriđ fengis hendi ađ sprengja ríkisstjórnina. Björt framtíđ varđ fyrri til á nćturfundi en talsmenn Viđreisnar útskýrđu strax daginn eftir ađ til hefđi stađiđ ađ fella ríkisstjórnina út af sama málinu.

Á daginn kom ađ vinstrifjölmiđlarnir Stundin, RÚV og Reykjavík Media áttu tvöfaldan skammt af pólitísku sprengiefni. Blađamađur Guardian, Jon Henley, var í sambandi viđ íslenska fréttamenn ţegar 5. september, tíu dögum áđur en ríkisstjórnin féll, vegna endurvinnslu á 9 ára gamalli frétt um viđskipti Bjarna Benediktssonar forsćtisráđherra.

Íslenskir fréttamenn láku ţeim upplýsingum til forystu Bjartrar framtíđar og Viđreisnar ađ Sjálfstćđisflokkurinn og formađur hans yrđu brátt teknir af lífi međ tvöfaldri atlögu ţar sem vopnin voru barnaníđ annars vegar og hins vegar áburđur um ólögmćt viđskipti.

Ţetta skýrir hvers vegna Viđreisn og Björt framtíđ voru í kapphlaupi ađ sprengja ríkisstjórnina. Ţeir sem yrđu fyrstir til myndu grćđa mest pólitískt kapítal.

En tvöfalda atlagan misheppnađist. Ţess vegna eru talsmenn Viđreisnar og Bjartar framtíđar í biđröđ ađ biđjast fyrirgefningar á frumhlaupinu.


mbl.is Ástćđa til ađ slíta samstarfinu eđa ekki?
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Guardian viđurkennir ađ blanda sér í íslenska pólitík

Blađamađur Guardian ćtlađi ađ birta umfjöllun sína um 9 ára gömul viđskipti ţingmannsins Bjarna Benediktssonar í nóvember. En eftir ađ íslenskir samstarfsmenn hans vildu flýta birtingu til ađ koma höggi á Bjarna segir blađamađurinn:

Ţađ var strax aug­ljóst ađ frétt­in var orđin meira ađkallandi en áđur. 

Níu ára gömul frétt var orđin ,,meira ađkallandi" ađeins af einni ástćđu. Til ađ hafa áhrif á ţingkosningarnar á Íslandi.

Gott ađ hafa ţetta skjalfest.


mbl.is Segir ummćli Bjarna kolröng
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fótbolti, hrun og kosningahegđun

Stórir atburđir skilgreina stemninguna í ţjóđfélaginu, sem aftur virkar á kosningahegđun fólks. Hruniđ skildi Íslendinga eftir í svartsýni og ţeir kusu yfir sig ríkisstjórn til samrćmis, meirihluta Vinstri grćnna og Samfylkingar.

Fótboltinn eykur aftur landanum bjartsýni. Ungir og gamlir fyllast stolti af árangri smáţjóđar í samkeppni viđ milljónaţjóđir.

Bođskapur vinstriflokkanna um ađ Íslendingar eigi ađ skríđa ofan i svarthol skattpíningar og sćtta sig viđ eignaupptöku góđa fólksins lendir í mótbyr ţegar ţjóđin fćr sjálfstraust.

Áfram Ísland.


mbl.is Sigri Íslands slegiđ upp erlendis
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 10. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband