Jón Gnarr gagnrýnir Óttarr: þig skortir leyndarhyggju

Jón Gnarr gagnrýnir formann Bjartar framtíðar, Óttar Proppé, fyrir skort á leyndarhyggju. Jón telur að Óttarr hafi upplýst fjölmiðla um peningakröfur Jóns til stjórnmálamálaflokka. Á Vísi segir

Jón veltir fyrir sér því hvernig fjölmiðlar hafi komist á snoðir um það að hann fengi greitt fyrir sína vinnu fyrir Samfylkinguna, nokkuð sem hann hafði aðeins sagt Óttari Proppé af, og Dr. Gunni hafi verið í forsvari hvað það mál varðar.

Jón réð sig til Samfylkingar sem pólitískt lukkudýr en fær titilinn ráðgjafi. Samfylkingin berst gegn leyndarhyggju í samfélaginu og er Jón ábyggilega liðtækur ráðgjafi um leyndarhyggju - eða skort á henni.


mbl.is Jón Gnarr hjólar í Bjarta framtíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttamenn á bakvið fall ríkisstjórnarinnar

Fréttamenn á vinstriútgáfum eins og Stundinni, Kjarnanum og RÚV vissu með löngum fyrirvara að til stæði að spyrða föður forsætisráðherra saman við þekktan barnaníðing. Þessum upplýsingum var lekið til Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 

Þessir flokkar stóðum höllum fæti í skoðanakönnunum og gripu tækifærið fengis hendi að sprengja ríkisstjórnina. Björt framtíð varð fyrri til á næturfundi en talsmenn Viðreisnar útskýrðu strax daginn eftir að til hefði staðið að fella ríkisstjórnina út af sama málinu.

Á daginn kom að vinstrifjölmiðlarnir Stundin, RÚV og Reykjavík Media áttu tvöfaldan skammt af pólitísku sprengiefni. Blaðamaður Guardian, Jon Henley, var í sambandi við íslenska fréttamenn þegar 5. september, tíu dögum áður en ríkisstjórnin féll, vegna endurvinnslu á 9 ára gamalli frétt um viðskipti Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra.

Íslenskir fréttamenn láku þeim upplýsingum til forystu Bjartrar framtíðar og Viðreisnar að Sjálfstæðisflokkurinn og formaður hans yrðu brátt teknir af lífi með tvöfaldri atlögu þar sem vopnin voru barnaníð annars vegar og hins vegar áburður um ólögmæt viðskipti.

Þetta skýrir hvers vegna Viðreisn og Björt framtíð voru í kapphlaupi að sprengja ríkisstjórnina. Þeir sem yrðu fyrstir til myndu græða mest pólitískt kapítal.

En tvöfalda atlagan misheppnaðist. Þess vegna eru talsmenn Viðreisnar og Bjartar framtíðar í biðröð að biðjast fyrirgefningar á frumhlaupinu.


mbl.is Ástæða til að slíta samstarfinu eða ekki?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guardian viðurkennir að blanda sér í íslenska pólitík

Blaðamaður Guardian ætlaði að birta umfjöllun sína um 9 ára gömul viðskipti þingmannsins Bjarna Benediktssonar í nóvember. En eftir að íslenskir samstarfsmenn hans vildu flýta birtingu til að koma höggi á Bjarna segir blaðamaðurinn:

Það var strax aug­ljóst að frétt­in var orðin meira aðkallandi en áður. 

Níu ára gömul frétt var orðin ,,meira aðkallandi" aðeins af einni ástæðu. Til að hafa áhrif á þingkosningarnar á Íslandi.

Gott að hafa þetta skjalfest.


mbl.is Segir ummæli Bjarna kolröng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fótbolti, hrun og kosningahegðun

Stórir atburðir skilgreina stemninguna í þjóðfélaginu, sem aftur virkar á kosningahegðun fólks. Hrunið skildi Íslendinga eftir í svartsýni og þeir kusu yfir sig ríkisstjórn til samræmis, meirihluta Vinstri grænna og Samfylkingar.

Fótboltinn eykur aftur landanum bjartsýni. Ungir og gamlir fyllast stolti af árangri smáþjóðar í samkeppni við milljónaþjóðir.

Boðskapur vinstriflokkanna um að Íslendingar eigi að skríða ofan i svarthol skattpíningar og sætta sig við eignaupptöku góða fólksins lendir í mótbyr þegar þjóðin fær sjálfstraust.

Áfram Ísland.


mbl.is Sigri Íslands slegið upp erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband