Foreldrar, börn og skilningsleysi RÚV

Fyrsta frétt Sjónvarps-RÚV var um 13 ára dreng í fíkniefnaneyslu. Foreldrarnir kvörtuðu sáran að samfélagið hjálpaði ekki drengnum. Fréttamaður RÚV kveikti ekki á þeirri peru að 13 ára börn eru á ábyrgð foreldra sinna.

Móðirin kvaðst vilja að drengurinn kæmist út á land. Hvers vegna flytja foreldrarnir ekki út á land með drenginn?

Það er ekki samfélagsins að ala upp börn. Fólk velur að eignast börn og verður að axla ábyrgðina sem fylgir.


ASÍ varar við pólitískum óstöðugleika

Fjöldi flokka sem býður fram til alþingis er ávísun á óstöðugleika. Ef því sem flokkarnir eru fleiri og fylgið dreifist er hætt við að erfitt verði að mynda starfhæfa ríkisstjórn.

Alþýðusamband Íslands getur ekki með beinum hætti skipt sér af kosningunum á laugardag. En ASÍ gerir heyrinkunnugt að pólitískur óstöðugleiki veit á verri lífskjör.

Kjósendur fara með valdið á laugardag. Valið stendur á milli stöðugleika annars vegar og hins vegar verri lífskjara.


mbl.is Pólitískur óstöðugleiki haft slæm áhrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hælisleitendur misnota kerfið

Hælisleitendur sumir hverjir stunda það skipulega að misnota mildi og mannúð kerfisins. Í frétt RÚV segir:

Móttökukerfi íslenskra stjórnvalda vegna umsókna hælisleitenda um alþjóðlega vernd er misnotað með skipulegum hætti. Dæmi eru um að hælisleitendur leggi fram tilhæfulausar umsóknir og stundi svarta vinnu á meðan mál þeirra eru til umfjöllunar.

Hælisleitendur kosta ríkissjóð um sex milljarða króna árlega. Ótalinn er kostnaður sem hlýst af lögbrotum og glæpastarfsemi.

Kerfið í kringum hælisleitendur þarf að endurskoða frá grunni.

 


mbl.is Ógn vegna glæpastarfsemi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattaparadís vinstrimanna - Hallgrímur og samneyslan

Hallgrímur Helgason rithöfundur og frambjóðandi Samfylkingar fær listamannalaun frá ríkinu upp á 370 þúsund krónur á mánuði en gefur aðeins upp til skatts 140 þúsund krónur í tekjur.

Skattahagræði Hallgríms felst í því að hann telur sjálfan sig fram sem fyrirtæki, verktaka. Hallgrímur borgar ekkert til samneyslunnar. En hann lifir á samneyslunni.

Venjulegir launþegar geta ekki stundað skattahagræði Hallgríms. Þeir þurfa að borga fullan skatt af sínum tekjum.

Skattaparadís vinstrimanna er að taka peninga af vinnandi fólki en gefa útvöldum færi á að borga enga skatta.

Sumir eru jafnari en aðrir.


mbl.is „Hátekjuskattur“ á meðaltekjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband