Samfylkingin boðar eignaupptöku

Sumir eiga of mikið og það verður að lagfæra það, segir Ágúst Ólafur oddviti lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður á RÚV.

,,Eignaójöfnuður", eins og Ágúst kallar það, kemur til vegna þess að sumir spara og leggja fyrir og við það eignast þeir meira en hinir sem eyða og sólunda.

Ísland er eitt mesta jafnlaunaland í heimi. En fólk sem fær svipuð laun eignast mismikið um ævina, sumir fara illa með tekjur sínar en aðrir kunna að breyta tekjum í eignir.

Samfylkingin vill eignaupptöku til að breyta niðurstöðum sem fólk tekur um ráðstöfun tekna sinna. 

Einu sinni var þetta kallað kommúnismi.


mbl.is Spáir VG, Pírötum og Samfylkingu í stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Persónuofsóknir í skjóli meintrar leyndarhyggju

Tískuorðið í þessari kosningabaráttu er ,,leyndarhyggja". Undir yfirskini meintrar leyndarhyggju er ráðist á persónur. Sigmundur Davíð fær á sig þannig árásir og sömuleiðis Bjarni Benediktsson.

Fjölmiðlamenn reyna að réttlæta persónuárásir með ,,leyndarhyggju" sem rök, nú síðast leiðarahöfundur Fréttablaðsins.

Til skamms tíma var litið svo á að perónulagir hagir fólks og fjölskyldulíf væri einkamál. En núna skal ekkert fara leynt, allt upp á yfirborðið í nafni gegnsæis.

Þetta hlýtur líka að gilda um fjölmiðlamenn. Vitað er að innan raða þeirra eru alkahólistar, þeir hafa viðurkennt það opinberlega. Hvernig vitum við, lesendur og áhorfendur, að þekktir alkahólistar á meðal blaða- og fréttamanna séu allsgáðir í vinnunni?

Raðhjónabönd tíðkast meðal sumra fjölmiðlamanna. Er ekki rétt að þeir geri grein fyrir því opinberlega hvers vegna þeim helst ekki á maka? Hér er það spurningin um dómgreind og persónulega lesti sem rétt er að almenningur eigi aðgang að. Við eigum jú að taka það gott og gilt sem fjölmiðlar segja okkur og verðum að geta treyst þeim sem þar starfa.

Sumir fjölmiðlamenn eiga unglinga á glapstigum, sem stunda afbrot og fíkinefnaneyslu. Verður ekki að upplýsa þau mál? Hvernig geta ónýtir uppalendur fjallað um stjórnmálamenningu þjóðarinnar? Þeir sem fara með opinbert vald, og það segjast fjölmiðlar gera - kalla sig fjórða valdið - ,verða að gera hreint fyrir sínum dyrum.

Við stefnum hraðbyri í þá átt að ræna fólk einkalífi og sjálfsagðri persónuvernd. Fjölmiðlar ganga þar harkalega fram. Og fjölmiðlafólk getur ekki undanskilið sig sjálft. Allra síst frétta- og blaðamenn á opinberum styrkjum.

 


Sjálfstæðisflokkurinn eða vinstristjórn: stöðugleiki eða óreiða

Þegar 19 dagar eru til kosninga stendur valið á milli ríkisstjórnar undir forystu Sjálfstæðisflokksins eða vinstristjórnar Vinstri grænna, Samfylkingar og Pírata.

Stjórn undir forystu Sjálfstæðisflokks yrði í þágu stöðuguleika, ábyrgra ríkisfjármála og málamiðlana.

Þriggja flokka vinstristjórn verður ný útgáfa ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna frá 2009 til 2013 - bara á sterum: ófriður innanlands þar sem höfuðborginni er att gegn landsbyggðinni; umsátursástand um ríkissjóð; uppnám í stjórnskipun landsins og þjóðaratkvæði um misheppnuðustu utanríkispólitík Íslandssögunnar frá Gamla sáttmála - um inngöngu í Evrópusambandið.


mbl.is Baráttan verður snörp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband