Femínismi er valdahyggja

Hlutfall karla og kvenna á alþingi er 60/40 körlum í vil. Hlutfall karla og kvenna í háskólanámi er 63/37 konum í vil.

Enginn femínisti lætur sig varða afmenntun karla í samanburði við konur. En þær stökkva fram og vilja nýtt kvennaframboð þegar hallar á konur á alþingi.

Hvers vegna?

Jú, vegna þess að femínismi er fyrst og síðast hugmyndafræði til að sækja völd, ekki til að stuðla að jafnrétti.


mbl.is Ræða mögulegt kvennaframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigmundur Davíð skapar pólitík - Vinstri grænir tapa

Samanlagður þingflokkur Miðflokksins og Flokks fólksins er 11 þingmenn, jafn stór og þingflokkur Vinstri grænna. Bandalagið styrkir stöðu Sigmundar Davíðs í valdataflinu við myndun ríkisstjórnar.

Útspil Sigmundar Davíðs veikir sérstaklega stöðu Vinstri grænna sem daðra við vinstristjórn til að geta selt sig dýrt til Sjálfstæðisflokksins. Sigmundur Davíð getur boðið Bjarna Ben. 11 manna þingflokk og þá þarf aðeins Samfylkingu eða Framsóknarflokk til að mynda meirihluta.

Formaður Framsóknarflokksins gaf það út að hann vildi breiða stjórn (les: með Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum). Kata Jakobs þarf að hrökkva eða stökkva fyrr en hún hélt.

 


mbl.is Í samvinnu með Flokki fólksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Píratar reyna að þvinga atburðarásina

Útspil Pírata, að gefa út yfirlýsingu um að þeir neiti samstarfi, er tilraun til að þvinga fram pólitíska atburðará þar sem vinstristjórn er markmiðið.

Píratar voru fyrir ári taldir óstjórntæki af Vinstri grænum. Ólíklegt er að það mat hafi breyst. Píratar líkjast Bjartri framtíð að því leyti að báðir flokkarnir eru hviklyndir, breyta um skoðun eftir umræðunni á samfélagsmiðlum.

Með stórkarlalegri yfirlýsingu í upphafi stjórnarmyndunar mála Píratar sig út í horn. Enda best geymdir þar.


mbl.is Hefur rætt við nokkra flokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tveir valkostir: stjórn eða óstjórn

Skilaboð kjósenda til stjórnmálamanna voru skýr. ,,Ef þið haldið áfram að bjóða upp á stjórnleysi munum við bæta um betur og senda fleiri framboð á alþingi. Og hananú."

Með átta flokka á alþingi stendur þingheimur frammi fyrir þeirri áskorun að hlusta á skilaboð þjóðarinnar og setja saman ríkisstjórn sem tengir meginpóla.

Á nýkjörnu þingi eru meginpólarnir Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir. Þeir þurfa að ná saman og bjóða þriðja flokknum að vera með. Það yrði einn þessara þriggja flokka: Miðflokkur, Framsóknarflokkur eða Samfylking.

Markmið nýrrar ríkisstjórnar þurfa ekki að vera háleit. Þau eru að halda samfélaginu í skorðum og að sitja út kjörtímabilið.


mbl.is Tveir valkostir fyrir forsetann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband