Sinnum og Albaníu-Ásdís

Í tilefni af frétt RÚV um að einkahjúkrunarfélagið Sinnum er með stöðu sakbornings í rannsókn á andláti átta ára stúlku árið 2014 er rétt að rifja upp tveggja ára gamla bloggfærslu.

Ásdís Halla Bragadóttir óskaði sér að íslenska heilbrigðiskerfið yrði líkara því albanska. Hún fékk vettvang hjá Samtökum atvinnulífsins fyrir þennan boðskap.

Albanía er það ríki í Evrópu og Asíu sem mismunar mest þegnum sínum m.t.t. heilbrigðisþjónustu. Ef Ásdís Halla fær einhverju ráðið verður íslenska heilbrigðiskerfinu breytt þannig að efnafólk fær læknisþjónustu, þeir efnaminni litla sem enga og einkafyrirtæki í heilbrigðisgeiranum græða samtímis á tá og fingri.

Ásdís Halla er skráð og númeruð í Sjálfstæðisflokkinn, var m.a. bæjarstjóri flokksins í Garðabæ. Ef Sjálfstæðisflokkurinn sér framtíð Íslands aðra en Albaníu ætti flokkurinn að halda sér í fjarlægð frá Ásdísi og albanska módelinu í heilbrigðisþjónustu.

Vinir segja til vamms.


Sigur Vinstri grænna kostar milljón á hvern Íslending

Ef Vinstri grænir ná þeim kosningasigri sem þeim er spáð verður mynduð hér vinstristjórn. Óli Björn Kárason reiknaði út hvað skattastefna vinstrimanna þýðir: ein milljón á mann, takk fyrir.

Efnahagsstefna Vinstri grænna hvílir á bábiljum um að hér ríki efnahagslegur ójöfnuður. Það er rugl. Á Íslandi er meiri jöfnuður en þekkist á byggðu bóli.

Kosningasigur Vinstri grænna yrði þjóðinni dýrkeyptur. 

Kjósum af viti þann 28. október.


mbl.is Versnandi horfur að mati stjórnenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfðatalan í pólitík og fótbolta

Í pólitík hugsa vinstrimenn í höfðatölu. Samkvæmt henni á Ísland að vera hjáríki, fyrst stjórnað frá Kaupmannahöfn en síðar Brussel.

Hægrimenn hugsa ekki í höfðatölu. Þess vegna er Ísland fullvalda. Með fullveldi kemur sjálfstraust og metnaður.

Án fullveldis hefði Ísland aldrei orðið HM-þjóð í fótbolta. 


mbl.is Ísland sterkasta lið HM miðað við höfðatölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fríblaðaútgáfa Samfylkingar

Kjarninn er að stærstum hluta í eigu samfylkingarfólks. Vilhjálmur Þorsteinsson fjárfestir og fyrrum gjaldkeri Samfylkingar er stærsti eigandinn. Ágúst Ólafur, efsti maður á lista Samfylkingar í Reykjavík suður, er einnig hluthafi.

Í efnistökum er Kjarninn ESB-sinnaður og framleiðir ásakanir um lögbrot andstæðinga Samfylkingar eftir hentugleikum.

Líkt og vinstrimönnum er tamt kennir Kjarninn sig við hugsjónir en vill samtímis fá peninga úr ríkissjóði til að framleiða og dreifa áróðrinum.

Með fríblaðaútgáfu hyggst Kjarninn búa í haginn fyrir vinstristjórn til að komast á ríkisjötuna. Getur ekki klikkað.


mbl.is Kjarninn gefur út fríblað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband