Hallgrímur og sjúkdómur vinstrimanna

Hallgrímur Helgason flutti brag fyrir fámennið á Austurvelli í gær. Þar segir m.a. af klofningi vinstrimanna ár og síð. Hallgrímur harmar að eftir kosningarnar sl. haust var ekki mynduð vinstristjórn. Hann yrkir:

af því allir litlu minnihlutarnir
föttuðu ekki að saman höfðu þeir meirihluta
það er okkar veikleiki
okkar sjúkdómur
vantrúin og vanmetakenndin

Hallgrímur telur sum sé minnihlutflokkana saman og fær út meirihluta. En Vinstri grænir, Samfylking, Píratar og Björt framtíð eru hver sinn flokkurinn sökum þess að fólk innan þeirra vill ekki starfa með hinum.

,,Sjúkdómur" vinstrimanna, samkvæmt Hallgrími, er sljóleiki. Raunveruleikinn er allur annar.

Vinstrimenn skiptast í marga flokka af þeirri ástæðu að sundurlyndi er ráðandi einkenni þeirra. Það eina sem sameinar vinstrimenn er hatur þeirra á sterkum foringjum annarra flokka sem ná til þjóðarinnar. Nægir þar að nefna Davíð Oddsson, Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Bjarna Benediktsson. Það er hinn raunverulegi sjúkdómur vinstrimanna.

 

 


Þorgerður Katrín: 480 þús. kr. mánaðarlaun kennara

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar vill bæta laun kvennastétta, til dæmis kennara. Á opnum fundi nýverið sagði Þorgerður Katrín að meðallaun kennara ættu að vera 480 þús. kr. á mánuði.

Meðallaun á Íslandi eru 667 þús. á mánuði.

Fyrir hönd kennara sýnir Þorgerður Katrín stórkostlegan metnað. Þau eiga að vera nær 200 þús. kr. lægri á mánuði en meðallaun í landinu.


mbl.is Viðreisn sýnir spilin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV: Bjarni Ben. skrifaði tölvupósta 2003

Aðalfrétt RÚV í gærkveldi af yfirstandandi kosningabaráttu er að Bjarni Benediktsson hafi skrifað tölvupósta þegar árið 2003 - fyrir heilum 14 árum.

RÚV hlýtur að fá blaðamannaverðlaun fyrir þessa stórfrétt. Hún slær met Stundarinnar, sem í vikunni sagði ekkert fréttnæmt á Íslandi síðastliðinn áratug.

RÚV hlýtur að fylgja skúbbinu eftir með tíðindum af Bjarna Ben. þegar hann var unglingur eða barn í foreldrahúsum. Þjóðina þyrstir að vita hvenær hann sparkaði fyrst í bolta. Fór Bjarni kannski í dansskóla Heiðars Ástvalds?

Þjóðin situr sem límd við viðtækin næstu daga og bíður í ofvæni eftir fleiri stórfréttum RÚV af Bjarna Benediktssyni.

 


mbl.is Gefur nákvæma mynd af samskiptum við Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband