Mistökin voru ţín, Sigurđur Ingi, ekki Sigmundar Davíđs

Sigurđur Ingi segist hafa variđ Sigmund Davíđ í fjóra mánuđi en síđan ákveđiđ ađ fella formanninn vegna ţess ađ hann ,,viđurkenndi ekki mistök."

Sigmundur Davíđ er sá stjórnmálamađur sem hefur gert mest rétt á skemmstum tíma í allri lýđveldissögunni. Í forsćtisráherratíđ Sigmundar Davíđs voru gerđar tvćr best heppnuđu efnahagsađgerđir í seinni tíma sögu; uppgjöriđ viđ ţrotabú bankanna annars vegar og hins vegar skuldaleiđrétting heimilanna.

En Sigurđur Ingi vildi ađ Sigmundur Davíđ viđurkenndi mistök vegna pólitískra ofsókna RÚV og stjórnarandstöđunnar. Sigurđur Ingi stóđ međ formanni Framasóknarflokksins í fjóra mánuđi en sat í skjóli hans í ríkisstjórn í ţrjú ár. Vanţakklćti tekur á sig ýmsar myndir.


mbl.is Enginn einstaklingur stćrri en flokkurinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Lýđrćđishallinn í Evrópusambandinu

Katalónar vilja kjósa um sjálfstćđi frá Spáni. Katalónska er viđurkennt tungumál og Katalónar eru ţjóđ á líkan hátt og Skotar, sem fengu ađ kjósa um sambandsslit viđ England - ţar sem sjálfstćđi var hafnađ.

Spćnska konungsríkiđ er ekki nema 500 ára og var haldiđ saman međ ofbeldi Franco-stjórnarinnar stóran hluta síđustu aldar.

Ríkisstjórnin í Madrid meinar Katalónum ţjóđaratkvćđagreiđslu međ ţeim rökum ađ fullveldi spćnska ríkisins gangi framar hagsmunum ţjóđa innan ríkisins. Rökin eru sótt til fyrirkomulags sem ráđandi öfl í Evrópu komu sér saman um í Vestfalíu-friđnum 1648.

Evrópusambandiđ styđur ríkisstjórnina í Madrid gegn lýđrćđiskröfu Katalóna. Ráđandi öfl í Brussel eru stóru ríkin - og Spánn er eitt ţeirra.

Katalónska sjálfstćđisbaráttan sýnir svart á hvítu lýđrćđishalla Evrópusambandsins. Leiđtogar stóru ríkjanna, t.d. Macron í Frakklandi, bođa stćrra og miđstýrđara ESB en láta sér fátt um finnast ţegar ţjóđir inna ađildarríkjanna sćkjast eftir sjálfstćđi.

Valdaelítan í Evrópusambandinu lítur á sjálfstćđi ţjóđa sem ógn.


mbl.is Leggja hald á kjörkassa í Katalóníu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 1. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband