Þriðjudagur, 30. júní 2015
Grikkland er gjaldþrota (staðfest)
Grikkland stóð í kvöld ekki við afborgun á láni frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og er fyrsta landið í hinum vestræna heimi að gera það. Grikkland er þar með komið í flokk með löndum eins og Súdan, Sómalía og Zimbabwe.
Grísk stjórnvöld reyndu á síðustu stundu að fá framlengingu á neyðaraðstoð frá Evrópusambandinu, sem einnig rann út í kvöld. En eftir að Tsipras forsætisráðherra Grikklands boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu komandi sunnudag um skilyrði lánadrottna vegna neyðarlánsins var enginn vilji í Brussel að mæta óskum Grikkja. Steininn tók úr, að mati ESB, þegar Tsipras hvatti til þess að þjóðin hafnaði skilmálum neyðarlánsins.
Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn fékk einnig ósk frá Grikkjum um framlengingu á láninu. Svar sjóðsins er að hann mun taka sér tíma að meta beiðni Grikkja.
Lánadrottnar munu flýta sér hægt gagnvart Grikklandi fram á sunnudag, þegar þjóðaratkvæðagreiðsla verður haldin um skilmála á neyðarláni sem ekki er lengur í boði.
Dálítið absúrd, ekki satt?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 30. júní 2015
Tsipras tapar Aþenu
Borgarstjórinn í Aþenu krefst afsagnar Alexi Tsipras forsætisráherra eftir útifund í kvöld. Blaðamaður Guardian segist ekki hafa í fimm ár séð stærri mannsöfnuð á aðaltorgi Aþenu og í kvöld þegar stuðningsmenn ESB-aðildar Grikklands söfnuðust saman.
Ráðamenn Brussel munu í hljóði fagna óförum Tsipras sem er í hávegum hafur af andstæðingum efnahagsstefnu Evrópusambandsins.
Síðdegis reyndi Tsipras að fá með hraði samþykktan nýjan björgunarpakka fyrir Grikkland. Angela Merkel kanslari Þýskalands sagði að ekki yrði rætt við Grikki um nýja fyrirgreiðslu fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna á sunnudag.
Ekki er víst að Tsipras verði enn í embætti á sunnudag.
Skuldahlutfallið 118% árið 2030 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 30. júní 2015
Konur sem valdastétt - nauðgun verður pólitískt vopn
Konur eru orðnar valdastétt í samfélaginu. Þær eru búnar að leggja undir sig menntakerfið og úthýsa körlum frá umræðunni um kvenveldið. Eftir því sem kvenveldið vex verður brýnna fyrir konur að koma sér upp pólitískri hugmyndafræði sem réttlætir forræði þeirra í samfélaginu.
Nauðgun er haldbesta pólitíska vopn róttækra femínista enda bið eftir því að konur taki framúr körlum á þeim vettvangi, a.m.k. eins og nauðgun er skilgreind í dag.
Einar Steingrímsson gerir að umtalsefni hversu langt konur ganga í nauðgunarumræðunni. Hann nefnir tvö nýleg dæmi þar sem tvær konur gerðu karla að kyni nauðgara. Einar ályktar
Talið um drengina okkar sem nauðga, um að karlar sem hópur kúgi konur sem hóp, hvað þá að nauðganir séu eitt skýrasta birtingarform karllægra yfirráða í samfélaginu almennt, eru af sama toga og hatursáróður gegn gyðingum eða múslimum eða konum. Hér er um að ræða það sem á ensku er kallað guilt by association, og gæti á íslensku heitið venslasekt, þar sem sök er klínt á saklaust fólk af því að það tilheyrir hópi sem ásakandinn hefur illan bifur á, vegna fordóma.
Með því að gera karla venslaseka um nauðgun er búin til orðræða sem gefur sér þá forsendu að karlar eru líklegir glæpamenn og því ófærir að axla ábyrgð í samfélaginu.
Orðræða með þá forsendu að karlar séu hættulegir gerendur en konur heiðarlegir þolendur réttlætir að samfélagsvöld færist í auknum mæli í hendur kvenna. Og áherslan á nauðgunarumræðuna þjónar einmitt þeim tilgangi.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 30. júní 2015
ESB er pólitískur rétttrúnaður sem hafnar lýðræði
Evrópusambandið þolir ekki nema eina lausn á hverju máli og hún skal vera sam-evrópsk. Gríska ríkisstjórnin vildi fara eigin leið að vinna bug á efnahagskreppunni, sem staðið hefur í sjö ár, en þá sagði Brussel nei.
Grísk stjórnvöld freista þess að fá lýðræðislegt umboð þjóðarinnar til að feta sjálfstæða braut úr kreppunni. Þá stíga leiðtogar annarra ESB-ríkja á stokk og krefjast þess að Grikkir skipti út sitjandi ríkisstjórn.
Framferði ESB gagnvart Grikkjum undirstrikar að lýðræði er einskins virði í Brussel.
Vill losna við grísku stjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 30. júní 2015
Íslenskir vinstrimenn: Prag '68 og Aþena '15
Alexis Tsipras er hetja vinstrimanna um allan heim enda stendur hann upp í hárinu á afturhaldsöflunum í Brussel sem vilja knésetja forsætisráðherra Grikklands og gera útaf við vinstristjórnina í Aþenu.
Íslenskir vinstrimenn eru undantekningin frá reglunni. Þeir íslensku styðja kúgunarkröfur Evrópusambandsins gagnvart Grikkjum. Á meðan frjálslyndir menn eins og Joseph Stiglitz og Paul Krugman styðja frelsiskröfur Grikkja bera íslenskir vinstrimenn blak af ESB, t.d. Vilhjálmur Þorsteinsson. Egill Helgason felur sig á bakvið tæknilegar spurningar um útfærsluna á þjóðaratkvæðagreiðslunni, og bloggar tvívegis um slík aukaatriði, Gríska spurningin og Óskýr spurning í skrítinni þjóðaratkvæðagreiðslu. Annar spekingur vinstrimanna klifar á því að Grikkir verði áfram í evru-samstarfinu, - af því að Bandaríkjamenn vilja það. Gunnar Smári grípur til mestu móðgunar sem vinstrimenn eiga í fórum sínum nú um stundir og líkir Tsipras við Ólaf Ragnar Grímsson.
Ástæðan fyrir því að islenskir vinstrimenn neita að styðja Tsipras er elska þeirra á Evrópusambandinu. Íslenskir vinstrimenn eru í dag í sömu stöðu gagnvart ESB og þeir voru gagnvart Sovétríkjunum árið 1968. Skriðdrekar Varsjárbandalagsins kæfuðu vorið í Prag það ár en það var tilraun Alexander Dubcek í Tékkóslóvakíu að setja mennskt andlit á sósíalismann.
Dubcek sýndi fram á miskunnarleysi kommúnismans; Tsipras afhjúpar sviðna jörð ESB-ismans. En íslenskri vinstrimenn vilja hvorki sjá né heyra hörmungarsögur af dálæti þeirra, hvort heldur það sé með heimilisfestu í Moskvu eða Brussel.
Íslensk vinstripólitík er stöðug leit að röngum hesti til að veðja á.
Hvetur kjósendur til að segja nei | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 29. júní 2015
Evran eða Tsipras, ESB eða Grikkland
Grikkir standa frammi fyrir þeirri spurningu hvort þeir haldi áfram að vera hornkerling ESB, hrakin og smáð sem þiggur bitlinga eða kjósa tilbaka tapað fullveldi og verða herrar í eign húsi.
Innan evru-samstarfsins og í ESB eru Grikklandi allar bjargir bannaðar. Eftir sjö ára kreppu er Grikkland ofurskuldugt, án hagvaxtar og með almennt atvinnuleysi upp á 25% - um 50% atvinnuleysi ungmenna.
Grikkir munu kjósa á milli fullveldis og ESB-aðildar.
Spurningin er: evra eða drakma? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 29. júní 2015
Auðmenn vilja mjólka sjúklinga ( og okkur)
Almenn samstaða er um það á Íslandi að heilbrigðiskerfið skuli rekið á opinberum forsendum. Það felur í sér að almenningur greiðir heilbrigðisþjónustuna með sköttum og allir fá sambærilega þjónustu.
Auðmenn klæjar í fingurna að komast inn í heilbrigðiskerfið til fá því sem næst áskrift af tekjum frá ríkissjóði.
Það er hlutverk stjórnmálamanna að sjá til þess að vel sé farið með almannafé. Þess vegna ætti ekki að ljá máls á auknum einkarekstri í heilbrigðiskerfinu. Dæmin sýna að einkarekin þjónusta er lélegri og kostar meira.
Vilja hluta sjúkrahótels á leigumarkað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 29. júní 2015
Krugman: Ísland er fullvalda, Grikkland ekki
Ísland er fullvalda ríki með eigin mynt og gat spyrnt sig úr kreppunni eftir bankahrunið. Grikkland býr ekki við eigin gjaldmiðill og er varla fullvalda enda undir járnhæl útlendra embættismanna.
Á þessa leið er greining nóbelsverðlaunahafans í hagfræði, Paul Krugman, á stöðu Grikkja. Upphafssetningin í grein hans í New York Times tekur af allan vafa:
It has been obvious for some time that the creation of the euro was a terrible mistake. (Í nokkurn tíma hefur það verið augljóst að hræðileg mistök voru gerð þegar evran var búin til).
ESB-sinnar á Íslandi, með Samfylkinguna í farabroddi, vildu sturta fullveldinu ofan í göturæsin í Brussel til að við myndum fá evru í stað krónu.
Grikkland hrynur i beinni útsendingu vegna evrunnar og íslenskir ESB-sinnar hlaupa í felur.
Grískir bankar lokaðir alla vikuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 28. júní 2015
Á Egill Helga nægar evrur?
Evran hrynur í beinni útsendingu í Grikklandi og þar er staddur Egill Helgason álitsgjafi og evruvinur til margra ára. Alvöru fréttamenn á vettvangi lýsa aðstæðum í Grikklandi og velta fyrir sér framtíð lögeyris Evrópusambandsins.
Evruvinurinn Egill er ekkert að spá í biðraðirnar við tóma hraðbanka í Grikklandi. Í dag bloggar hann um flugvöllinn í Vatnsmýri og siðblindan bankamann sem gæti fundið lausn á evruvandanum í Grikklandi. Egill segir siðblindingjann ,,feykilega" snjallan hagfræðing sem kann fínar lausnir á öllu öðru en einkalífinu.
Líklega er Egill Helgason vel birgur af evrum og þarf ekki að standa í biðröð eftir þeim eins og grískur almenningur.
Gjaldeyrishöft í Grikklandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 28. júní 2015
Steingrímur J. vildi já, Tsipras nei
Samanburður á afstöðu ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. til Icesave-þjóðaratkvæðagreiðslunnar annars vegar og hins vegar ríkisstjórnar Grikklands til skilamála lánadrottna er virði eins bloggs.
Í fyrsta lagi var ríkisstjórn Jóhönnu Sig. knúin til þjóðaratkvæðagreiðslunnar af almenningi og forseta lýðveldisins. Í Grikklandi er það forsætisráðherrann sjálfur, Alexi Tsipras, sem boðar til þjóðaratkvæðis.
Í öðru lagi vildi Steingrímur J. fá já frá íslensku þjóðinni til að þóknast erlendum kröfuhöfum. Tsipras vill fá nei frá grísku þjóðinni. Og einmitt þessi afstaða fór verulega illa í ráðandi öfl í Þýskalandi. Stjórnmálaskýrandi FAZ segir Tsipras snúa Grikkjum ,,gegn Evrópu" með þessari afstöðu. Utanríkisráðherra Þýskalands segir Tsipras taka Grikki í ,,gíslingu" og það eru sterk orð frá þýskum ráðherra.
Munurinn á Steingrími J. og Alexi Tsipras er þá þessi: Steingrímur J. vildi að íslenska þjóðin kiknaði undan kröfum ríkisstjórnarinnar og erlendra kröfuhafa og segði já við Icesave. Tsipras vill að erlendir lánadrottnar beygi sig fyrir lýðræðislegum vilja grísku þjóðarinnar að taka ekki á sig frekari niðurskurð.
Steingrímur J. vildi já en fékk nei. Kjósendur refsuðu honum og Vg fyrir, Steingrímur missti formennskuna og flokkurinn helminginn af fylginu.
Tsipras vill nei en gæti fengið já enda þorir gríska þjóðin ekki að standa á eigin fótum eftir að hafa í áravís verið á framfæri Evrópusambandsins.
Og er þá ekki augljóst hvor sé meiri heybrók, Steingrímur J. eða Tsipras?
Merkel heldur á lyklinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)