Auðmenn vilja mjólka sjúklinga ( og okkur)

Almenn samstaða er um það á Íslandi að heilbrigðiskerfið skuli rekið á opinberum forsendum. Það felur í sér að almenningur greiðir heilbrigðisþjónustuna með sköttum og allir fá sambærilega þjónustu.

Auðmenn klæjar í fingurna að komast inn í heilbrigðiskerfið til fá því sem næst áskrift af tekjum frá ríkissjóði.

Það er hlutverk stjórnmálamanna að sjá til þess að vel sé farið með almannafé. Þess vegna ætti ekki að ljá máls á auknum einkarekstri í heilbrigðiskerfinu. Dæmin sýna að einkarekin þjónusta er lélegri og kostar meira.


mbl.is Vilja hluta sjúkrahótels á leigumarkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er auðvitað, enginn tekur að sér þjónustu án þess að vilja græða á henni.  Þess vegna ber ríkinu að sjá um heilbrigðisþjónustuna og hætta að reyna að koma afætunum að, eins og fyrrverandi bæjarstjóra í Garðabæ sem nú makar krókinn með vitund og vilja eftirlitsins að mínu mati.  Svei því bara. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.6.2015 kl. 16:45

2 identicon

Það er því miður langt síðan sú samstaða hvarf Páll minn. 

Verið er hægt og rólega að auka aðkomu einkaaðila að heilbrigðiskerfinu með innleiðingu einkarekina heilsugæsla, einkarekina rannsóknar og myndgreiningarstofa, flestir sérfræðingar eru með einkastofur og núna er búið að einkavæða sjúkrahótelið.

Á næstu 10 til 20 árum þá verður staðan líklegast sú að bróðurpartur kerfisins verður orðin einkvæddur fyrir utan bráðaþjónustuna þar sem erfiðast er að græða pening á henni.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 29.6.2015 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband