Lækkum skatt og allir verða listamenn

Ef við lækkum skatta getur fólk sinnt brauðstritinu fyrir hádegi og lifað listamannalífi eftir hádegi.

En þá verður eitthvað minna að gera hjá Ágústi Ólafi þingmanni sem sérhæfir sig í að gefa fé annarra.

Gjafmildi á almannafé er dygðasport vinstrimanna.


mbl.is Leggur til tíföld listamannalaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Próf í hjúkrun og blaðamennsku

Allt varð vitlaust á Vestfjörðum og í fjölmiðlum vegna konu sem skráði sig í bakvarðasveit heilbrigðisstarfsfólks og var send vestur. Konan mun ekki hafa próf í hjúkrun en var stillt upp í fjölmiðlum sem stórglæpamanni.

RÚV gekk rösklega fram, eins og jafnan þegar æði rennur á Efstaleiti, og flutti dramatísk viðtöl við fólk í nágrenni meints glæpakvendis. Eftir RÚV dönsuðu litlu fjölmiðalimirnir.

Þegar Efstaleitissóttin rénaði splæsti RÚV í yfirlitsfrétt þar sem málsvörn konunnar fékk loksins örlítið rými. Meginboðskapur fréttarinnar var þó að enginn án prófs má komast nálægt sjúklingum.

Blaða- og fréttamenn þurfa ekkert próf og búa til fréttir eins og þeim sýnist. Á fjölmiðlum er ekkert gæðaeftirlit. Blaðamenn vaða á skítum skónum um almannarýmið og drita út ófögnuði sem undir hælinn er lagt að sé annað en ímyndun og skáldskapur eða færsla á félagsmiðli dela út í bæ.

Til að bíta höfuðið af skömminni krefjast fjölmiðlar, með RÚV í fararbroddi, að almenningur borgi blaðamönnum laun til að gera samfélagið ömurlegra.Próflausir, án gæðaeftirlits en með hugarfar aðgerðasinna krefjast fjölmiðlar opinberrar framfærslu.

Hér skýtur skökku við.


Agnes biskup boðar heiðni

Guð er náttúran, predikar Agnes biskup á páskum. Í heiðni var ríkjandi náttúrutrú. Menn fóru á vit feðra sinna í fell og fjöll. Til þess eru öll Helgafellin í landinu.

Agnes gefst upp á prestum þjóðkirkjunnar, lái henni hver sem vill, og kallar heimsendaspámenn úr röðum glópa til vitnis um yfirvofandi ragnarök.

Sagan endurtekur sig, sagði Karl gamli Marx, fyrst sem harmleikur en síðan sem farsi. Agnes leikstýrir seinni endursýningunni.


mbl.is „Jarðarbúar eru að krossfesta heimili sitt jörðina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísindi eru fleirtala

Ekkert eitt vísindalegt svar er við kórónuveirunni og hver réttu viðbrögðin séu við henni. Þýskum sérfræðingi er slegið upp í Telegraph. Ráðlegging hans er að leyfa farsóttinni að hafa sinn gang en verja aldraða og veika.

Bestu vísindamenn í heimi geta ekki sagt hver séu réttu viðbrögðin við veirunni, skrifar Simon Jenkins í Guardian.

Vísindin eru fleirtala, þau gefa ekki eitt svar heldur mörg, sem sum eru í mótsögn hvert við annað.

Þetta er allt spurning um gefnar forsendur og möguleika. Reiknilíkön eru notuð til að spá fyrir um útbreiðslu veirunnar. álag á heilbrigðiskerfi og mannfall. En það eru spár, eins og fyrir veðrið, og þær eru uppfærðar dag frá degi eftir því sem veruleikinn breytist - stundum frá klukkutíma til klukkutíma.

Enginn hefur enn, í umræðunni um veiruna, slegið fram fullyrðingum að meirihluti vísindamanna segi þetta eða hitt, hvað þá að staðhæfa að 97% vísindamanna séu sammála um eitthvað sem skiptir einhverju máli. Enda væri fáránlegt að gera skoðanakönnun um spár sem breytast daglega, ef ekki oft á dag.

Kórónuveiran veitir innsýn í innsta eðli vísindanna. Þau eru leit að sannindum en ekki sannleikurinn sjálfur. Trúarbrögð, en ekki vísindi, eru handhafar sannleikans. Og maður þarf ekki að vita mikið um trúarbrögð til að skilja að þau tala ekki öll einum rómi.


mbl.is Ástandið á eftir að versna í öðrum ríkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin manngerð hlýnun, bara skáldskapur

Umræðan um hlýnun jarðar af mannavöldum er ekki byggð á vísindum heldur skáldskap, segir Christopher Essex loftslagsvísindamaður.

Eldri og reyndari fólk er farið að átta sig á skáldskapnum um manngert loftslag, til dæmis Danadrottning.

Skáldskapinn um að maðurinn stjórni veðurfari á jörðinni verður erfiðara að selja núna þegar það liggur fyrir að aumingja maðurinn getur ekki einu sinni haft stjórn á jafn ómerkilegu fyrirbæri eins og veiru.

Maðurinn er einfaldlega hluti náttúrunnar, loftslagið sömuleiðis.


mbl.is Kaldasta aprílbyrjun á öldinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjöldatúrismi er búinn að vera

Ferðaþjónustan á Íslandi mun ekki njóta ódýrra fargjalda sem skila hingað milljónum ferðamanna ár hvert. Ferðahömlur vegna kórónuveirunnar verða í gildi um allan heim næstu misserin. Flugfargjöld verða dýrari og færri farþegar á hvern áfangastað.

Fjöldatúrismi nær sér ekki á strik í fyrirsjáanlegri framtíð. Ráðstafanir sem gerðar eru hér heima breyta litlu þar um.

Fólk heldur áfram að ferðast en þeir verða nokkru færri sem leggja land undir fót.


mbl.is Þúsundum verður lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Páll hyglir Helga, formælir Sindra

Páll Magnússon formaður allsherjar- og menntamálanefndar vill hygla fjölmiðlarekstri Helga auðmanns Magnússonar. Með skattfé almennings.

Sami Páll formælir Sindra ritstjóra Eyjafrétta fyrir að makka ekki rétt í pólitík. Og segir upp áskriftinni prívat og persónulega.

Ríkisstuðningur við fjölmiðla býður spillingunni heim. Þeir sem eru í náðinni fá pening en hinir éta það sem úti frýs. Við Pálarnir skiljum báðir hvernig valdið virkar.


Pólitíkin á hásléttu Ölmu

Alma landlæknir segir farsóttina ekki ná hápunkti heldur komist á hásléttu og verði þar um stund, reynsla erlendis segir okkur það. á hásléttu Ölmu ríkir samkomubann til 4. maí hið minnsta.

Þríeykið gaf út fyrir páska að samkomubanni verði aflétt í áföngum, líklega í öfugri röð. Framhaldsskólar voru fyrstir í bann og þeir fá síðast afléttingu. Góðu fréttirnar eru að fólk kemst fyrr í ræktina að taka af sér spik inniveru síðustu vikna.

Verulegir hagsmunir eru í húfi á hásléttunni. Þar takast á lýðheila annars vegar og hins vegar viðskiptahagsmunir, t.d. ferðaþjónustunnar.

Vígstaðan á hásléttunni er þannig að enginn ráðherra þorir fyrir sitt lita pólitíska líf að snúast gegn tillögum þríeykisins - hverjar sem þær annars verða.

 


mbl.is Blaðamannafundur almannavarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neyðarlegir fjölmiðlar: ríkisfé til Helga auðmanns

Fjölmiðlar eru tvennt, fréttir og skoðanir. Félagsmiðlar eru það sama, fréttir og skoðanir.

Öllum er frjálst að segja fréttir og skoðanir. Vitað er að sumar fréttir eru rangar og margar skoðanir eru gaspur. Þannig hefur það alltaf verið.

RÚV er í herferð fyrir auknu opinuberu fé til fjölmiðla, birtir viðtöl um neyðarástand og fjáraustur í erlenda fjölmiðla.

Rökin fyrir opinberu fé til fjölmiðla eru að þeir séu nauðsynlegir, það vill bara enginn borga fyrir meinta nauðsyn. 

En einhverjir vilja eiga fjölmiðla. Auðmaðurinn Helgi Magnússon hefur keypt upp fjölmiðla sem á tímum útrásar voru í eigu annars auðmanns, Jóns Ásgeirs sem kenndur var við Baug.

Fréttir og skoðanir má hagnýta í valdatafli og eru ávísun á ómælda viðskiptavild. Bæði Helgi og Jón Ásgeir eru menn með pólitíska sannfæringu. Jón Ásgeir vildi gera Ísland að Baugsveldi en hugur Helga stendur til ESB-aðildar. Nú þegar rekur Helgi stjórnmálaflokk, Viðreisn, og fær til þess fjárstuðning frá ríkinu.

Niðurstaðan er sem sagt að nauðsynlegt sé að Helgi Magnússon eigi fjölmiðla og ríkið skuli borga Helga meðlag til að Helgi geti sagt okkur fréttir sínar og skoðanir.

Ef fréttir og skoðanir Helga eru jafn nauðsynlegar og af er látið væri einfaldara að hann fengi Helga-Stund á RÚV til að útvarpa og sjónvarpa nauðsynjunum. Ríkið á hvort eð er RÚV og borgar til Efstaleitis einhverja 3-4 milljarða á ári. 

 

 


Skriftin á veggnum, Kolbrún, og hlýddu Víði

Það er tómt mál að tala um opna gátt inn og úr landinu næstu vikur eða mánuði. Þríeykið setti ekki á samkomubann að gamni sínu. 

Eftir 4. maí verður losað um samkomubann en áfram verða takmarkanir.

Kolbrún ferðaráðherra ætti að anda djúpt og verða það ekki á að gefa óhlýðni við Víði undir fótinn vegna þess að ferðaþjónustan möglar.

Farsóttin er lýðheilsumál og ber að taka alvarlega, ekki síst af ráðherrum. 


mbl.is Yrði kynnt með formlegum og viðeigandi hætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband