Veiran er ekki farfugl, Gulli

Gulli utanríkis virðist halda að kórónuveiran sé farfugl er virði engin landamæri.

Einhver sem kláraði leikskóla, og vinnur hjá utanríkisráðuneytinu, ætti að hnippa í Gulla og segja honum að veiran smitast á milli fólks.

Þess vegna eru landamæri Evrópuríkja lokuð og samkomubann á Íslandi. Annars myndu menn bara skjóta fuglana.


mbl.is „Veiran virðir engin landamæri“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðtogar styrkjast - alþjóðahyggja veikist

Veiran styrkir þjóðarleiðtoga í sessi. Sameiginlegur andstæðingur gerir kraftaverk fyrir forystumenn.

Um leið og leiðtogar þjóða styrkjast minnkar alþjóðahyggjan. Nýfengið pólitískt kapítal verður ekki framselt til alþjóðastofnana. Það væri eins og að kasta perlum fyrir svín.

Farsóttin verður kveðinn í kútinn með staðbundnu valdi, ekki á alþjóðlegum ráðstefnum þar sem hver syngur með sínu nefi.

 


mbl.is Veiran eykur vinsældir Trumps og Johnsons
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin leitar að aumingjum, finnur þá í Viðskiptaráði

Efnahagslega verkefnið vegna farsóttarinnar er að milda höggið sem fyrirtæki og launþegar verða fyrir vegna samdráttar í atvinnulífinu. Stærsta einstaka aðgerðin er að ríkið setur um 20 milljarða í rekstur fyrirtækja, til að borga laun.

Samfylkingin, nánast einn flokka, telur ekki nóg að gert og auglýsir eftir aumingjum til að væla aðeins meira en efni standa til. Þetta er sérgrein Samfylkingar, að gera ljótt ástand enn verra.

Viðskiptaráð tók áskorun Samfylkingar, hrein eins og stunginn grís og krafðist gjafa frá ríkissjóði. 

Til að vega upp á móti gjafapeningum til skjólstæðinga sinna, stórfyrirtækja landsins, lagði Viðskiptaráð til að laun opinberra starfsmanna yrðu lækkuð.

Opinberir starfsmenn eru einmitt fjölmennasti kjósendahópur Samfylkingar.

Það verður upplit á forystu Samfylkingar þegar kjósendur flokksins leggja saman tvo og tvo. Og fá út að Samfylkingin er mesti auminginn.

 


Bloggfærslur 1. apríl 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband