Morð er ekki heimilisofbeldi, heldur morð

Löggan og fjölmiðlar ættu aðeins að róa sig í eftirspurninni eftir heimilisofbeldi, sem byrjaði með yfirlýsingum um að nú ykist ofbeldi á heimilum og síðan skyldi finna tilvikin.

Ríkislögreglustjóri var hálf sorrí á RÚV að kvarta undan því að ekki kæmi nógu margar tilkynningar um ofbeldi á heimilum landsins.

Fyrirsögnin á viðtengdri frétt lýsir brenglun lögreglu og fjölmiðla. Morð er einfaldlega morð, ekki heimilisofbeldi. Með því að segja morð heimilisofbeldi er manndráp sett í sama flokk og löðrungur í hjónaerjum. Aðeins morðingjum er gerður greiði með slíkum samjöfnuði.

Reynið að hemja ykkur þið sem sitjið á skrifstofum og hugsið ljótt um samborgara ykkar. Illar hvatir koma einatt í dulbúningi góðvildar.


mbl.is „Ekkert annað en heimilisofbeldi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orkupakkar Gulla og kó eru dýrpkeypt vörusvik

Með orkupökkum ESB er Ísland hluti af svikamyllu sem býr til á pappírunum óhreina orku hér á landi, unna úr kolum og kjarnorku. Í viðtengdri frétt er Landsvirkjun sökuð um vörusvik. Þar segir

Meðal þess sem þar er horft til séu meint vöru­svik Lands­virkj­un­ar. Rio Tinto hafi keypt raf­ork­una á þeim for­send­um að hún væri fram­leidd með vatns­afli en frá ár­inu 2014 hafa raf­orku­reikn­ing­ar frá Lands­virkj­un sýnt að ork­an sé fram­leidd með kjarn­orku- og kola­vinnslu. Skýrist það af sölu svo­kallaðra upp­runa­vott­ana sem Lands­virkj­un hef­ur haft millj­arða tekj­ur af á síðustu árum.

Það var og. Verslun með upprunavottorð byggir á ímynduðum verðmætum, rétt eins og aflátsbréf kaþólsku kirkjunnar á miðöldum. Þeir sem ánetjast ímynduðum verðumætum eru á sömu vegferð og fíkill sem tapar áttum í heimi veruleikans. Hákirkjan hrynur þegar fólk hættir að trúa ímynduninni. Afeitrun fíkilsins er langvinnt kvalræði. 

Marteinn Lúther afhjúpaði kaþólsku kirkjuna. Bændablaðið Gulla og kó. 


mbl.is Óviss framtíð álversins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. apríl 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband