Fyrirtæki þurfa ekki framfærslu, heldur fólk

Ríkið á ekki að fjármagna rekstur fyrirtækja nema þau séu kerfislega mikilvæg. Hótel, veitingahús og innlend ferðaþjónusta eru ekki innviðir sem verða að halda hvað sem á bjátar.

Ríkið á fyrst og fremst að huga að framfærslu fólks. Fyrirtækin eru lögaðilar sem sumir standa vel en aðrir síður, svona eins og gengur í markaðsbúskap.

Fyrirtækin fengu 20 milljarða í fyrsta efnahagspakka ríkisstjórnarinnar til að halda ráðningarsambandi við starfsmenn sína.

Óvíst er hvenær ferðaþjónustan fær á ný hráefni, sem mest eru erlendir ferðamann. Ríkið getur ekki haldið greininni á floti fram á næsta ár eða þarnæsta. 

Offjárfestingar ferðaþjónustu fóru margar á afskriftarreikning banka við fall WOW sem mokaði inn ferðamönnum með ósjálfbærum hætti. Sú grisjun hlýtur að halda áfram án stórra afskipta ríkisvaldsins.

Stjórnmálamenn verða að segja upphátt hið augljósa. Annars missa þeir tiltrú.


mbl.is Fara í þrot ef þau þurfa að greiða uppsagnarfrest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðgjafi Gulla utanríkis: fullveldi er óæskilegt

Carl Baudenbacher fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins var aðalráðgjafi Gulla utanríkis í orkapakkamálinu. 

Grein Baudenbacher í Morgunblaðinu segir efnislega að ótækt sé að Norðmenn verji fullveldi sitt gagnvart yfirþjóðlegu valdi.

Lögfræðingurinn lofar Ísland fyrir að vera hlýðinn hundur í bandi yfirþjóðlegs valds.

EFTA og EES er samstarf um að flytja fullveldi smáríkja eins og Íslands og Noregs til meginlands Evrópu. Löngu tímabært er að snúa baki við þeirri þróun.

Bretar með Brexit-stefnu sína í fyrirrúmi ætti að vera fyrirmynd Íslands.


mbl.is Gagnrýnir Norðmenn harðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. apríl 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband