Fávitafimma Pírata í stað hálftíma hálfvitanna

Hálftími ætlaður til fyrirspurna þingmanna til ráðherra gengur undir heitinu hálftími hálfvitanna. Í einni fyrirspurn spurði Pírati um óskrifaðar reglur þingsins - og vildi fá þær skrifaðar.

Í dag var á dagskrá þingsins hálftími hálfvitanna. En þá brá svo við að þingmaður, Pírati, eins og er við hæfi, talaði í fimm mínútur um veirukæra þingmenn og bjó óvart til nýjan dagskrárlið: fávitafimmuna.

Það er sparnaður upp á 25 mínútur. 

Hirðfíflunum á Austurvelli er ekki alls varnað.


mbl.is Þingfundi slitið eftir fimm mínútur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnulíf án eftirspurnar - veiran drap góðærið

Ef ekki er eftirspurn eftir vöru og þjónustu er framboði sjálfhætt Atvinnulífið fyrir farsótt kemur ekki heilt og óskaddað úr sóttkví.

Atvinnurekstur verður að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. Hlutverk ríkisins er að veita svigrúm í takmarkaðan tíma til að eigendur fyrirtækja og launþegar fái tækifæri til að ná áttum.

Kórónuveiran drap góðærið. Framundan er hallæri. Spurningin er hvort það vari í nokkur misseri eða ár.


mbl.is „Meira þarf ef duga skal“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. apríl 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband