ESB-sinni gefst upp á draumaríkinu

Jón Sigurðsson fyrrum formaður Framsóknarflokksins var til skamms tíma eitilharður ESB-sinni. Af er sem áður var. Jón skrifar grein í Kjarnann og þvær hendur sínar.

Um þjóðríkið skrifar Jón:

Banka­hrunið og kór­ónu­far­ald­ur­inn núna hafa stað­fest að aðeins þjóð­ríkið hefur lög­mæti í augum almenn­ings til þess að grípa til erf­iðra en nauð­syn­legra aðgerða.

Og um ESB:

En sjálf­sagt renna tvær grímur á ýmsa, bæði hér­lendis og ann­ars stað­ar, ef á það er bent að ein­stök aðild­ar­ríki geta notað ESB sem skálka­skjól fyrir heima­lag­aða spill­ingu, og að ESB er að taka sér yfir­þjóð­legt stór­rík­is­vald...

Jón er heiðarlegri en margur ESB-sinninn. Hann viðurkennir upphátt staðreyndir sem blasa við. Flestir ESB-sinnar þegja þunnu hljóði.  

 


mbl.is Veita milljörðum í aðstoð vegna veirunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

New York Times: norræn þjóðhyggja er fyrirmynd

Norræn ríki menntuðu borgara sína til þjóðhyggju og skópu þannig samfélag til fyrirmyndar. Þjóðhyggjan er langtímaþróun, byrjaði á 19. öld með almennri skólaskyldu er ræktaði ábyrgð einstaklingsins gagnvart sjálfum sér, samfélagi og þjóð. (Skólaskylda er á Íslandi frá 1907.)

Á þessa leið er greining sem birtist í stórblaðinu New York Times.

Það rennur upp ljós fyrir mönnum þar vestra. Þeir gerðu líka að forseta fyrir fjórum árum mann sem í móðurætt er frá forn-norrænu byggðinni Ljóðhúsum við strendur Skotlands.

Falla nú öll vötn til þjóðhyggju.

 


Bloggfærslur 24. apríl 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband