Vísindin, veiran og mannlegt eðli

Á að fara Asíu-leiðina og setja á útgöngubann og lama samfélagið tvo til þrjá mánuði á meðan kórónuveiran fer hjá? Eða sænsku leiðina og vera tiltölulega afslappaður?

Hvað segja vísindin?

Vísindin vita ekki í hvorn fótinn þau eiga að stíga, segir Simon Jenkins dálkahöfundur Guardian og tilfærir dæmi um mótsagnakenndar ráðleggingar vísindamanna.

Kemur ekki á óvart. Vísindin vita fátt um mannlegt eðli sem Jón og Gunna út í bæ vita ekki. Sumir eru bjartsýnir en aðrir svartsýnir. Gildir bæði um vísindamenn og almenning.

Mannlífið er þannig hannað að þegar vá steðjar að minnir það sig á að grípa ekki til þeirra úrræða sem það hefur hneigð til.

Rík hneigð Íslendinga er að hlýða ekki yfirvaldi. Hneigðin birtist strax á landnámsöld. Ólíkt nágrönnum okkar og frændum Norðmönnum, Svíum og Dönum kusu Íslendingar að hafa ekki konung heldur 40 höfðingja sem þeir kölluðu goða.

En á hættutíma þarf yfirvald. Á tímum kórónuveiru finnum við yfirvald sem mun hverfa með vágestinum: Ég hlýði Víði (en aðeins á veiruvertíðinni).


mbl.is „Ég hlýði Víði“-bolir til styrktar gjörgæslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. apríl 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband