Engin manngerð hlýnun, bara skáldskapur

Umræðan um hlýnun jarðar af mannavöldum er ekki byggð á vísindum heldur skáldskap, segir Christopher Essex loftslagsvísindamaður.

Eldri og reyndari fólk er farið að átta sig á skáldskapnum um manngert loftslag, til dæmis Danadrottning.

Skáldskapinn um að maðurinn stjórni veðurfari á jörðinni verður erfiðara að selja núna þegar það liggur fyrir að aumingja maðurinn getur ekki einu sinni haft stjórn á jafn ómerkilegu fyrirbæri eins og veiru.

Maðurinn er einfaldlega hluti náttúrunnar, loftslagið sömuleiðis.


mbl.is Kaldasta aprílbyrjun á öldinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjöldatúrismi er búinn að vera

Ferðaþjónustan á Íslandi mun ekki njóta ódýrra fargjalda sem skila hingað milljónum ferðamanna ár hvert. Ferðahömlur vegna kórónuveirunnar verða í gildi um allan heim næstu misserin. Flugfargjöld verða dýrari og færri farþegar á hvern áfangastað.

Fjöldatúrismi nær sér ekki á strik í fyrirsjáanlegri framtíð. Ráðstafanir sem gerðar eru hér heima breyta litlu þar um.

Fólk heldur áfram að ferðast en þeir verða nokkru færri sem leggja land undir fót.


mbl.is Þúsundum verður lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. apríl 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband