Kári færir góðar fréttir - hvað með framhaldið?

Hægur vöxtur smitaðra stórlega dregur úr líkum að ítalskt ástand skapist á Íslandi þar sem sjúkir fá ekki aðhlynningu vegna COVID-19.

Gott mál og ber að taka undir með Kára að þríeykið gerði allt rétt.

Í framhaldi vakna spurningar. Ef það fer svo að kórónuveiran deyr út í maí en er samt áfram að sullast um heimsbyggðina hlýtur að vera hætta á að hún stingi sér niður á ný á Fróni. Og þjóðin hefur ekki myndað ónæmi, - einmitt vegna frábærs árangurs þríeykisins.

Hvað gera bændur þá? Varla lokum við á fólksflutninga til og frá landinu. Tæplega er raunhæft að halda þjóðinni viðvarandi á sóttvarnarstigi. Mótefni við veirunni er ekki í augsýn.

Nokkuð snúin staða virðist blasa við.


mbl.is Aðeins 0,6% í slembiúrtaki smituð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. apríl 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband