Veiran stökkbreytir atvinnulífinu, líkt og hrunið

Ferðaþjónusta á Íslandi varð til eftir hrun. Fyrir hrun var hún árstíðarbundin, ferðamenn komu með farfuglum á vorin en létu lítið á sér kræla yfir skammdegið. Eftir hrun óx ferðaþjónustan veldisvexti sum árin og varð heilsársatvinnugrein.

Vinnuafl var flutt til landsins í tugþúsundavís til að sinna ferðaþjónustu og afleiddum störfum, m.a. í byggingariðnaði.

Kórónuveiran heggur stórt skarð í ferðaþjónustuna í ár og hæpið að hún verði næstu ár jafn veigamikil og tímabilið eftir hrun. Ferðalög milli landa verða háð takmörkunum og flugfargjöld hækka verulega.

Ekki er raunhæft að tala um að sitja af sér farsóttina og gera ráð fyrir óbreyttu atvinnulífi eftir hrun. 

Nær er að tala um aðlögun að gerbreyttu ástandi.


mbl.is „Eiga skilið að fá stuðning frá sam­fé­lag­inu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðhjöðnun á húsnæði, veiði og innanlandsferðum

Verðlækkun verður á vörum og þjónustu sem að hluta eða öllu leyti var falboðin erlendum ferðamönnum fyrir kórónuveiruna.

Húsnæði lækkar í verði, bæði til íbúðar og atvinnu. Veiðileyfi i stangveiði lækkar, samanber meðfylgjandi frétt, sem og gisting og önnur ferðaþjónusta innanlands.

Erlendir ferðamenn koma í sumar en þeir verða ekki nógu margir til að standa undir verðlagi síðustu ára.

Lægra gengi krónunnar veldur tímabundnum verbólguþrýstingi á innfluttar vörur en verðhjöðnun kemur á móti.

Hagkerfið aðlagar sig hægt en örugglega næstu misserin að breyttum veruleika. Þetta getum við með krónuna sem bakhjarl.


mbl.is Bjóða 50% afslátt af veiðileyfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tveir metrar í flugvél

Útgöngubanni lýkur í Evrópuríkjum i maí en áfram verða ferðatakmarkanir. Þegar takmarkanir á flugsamgöngur verða rýmkaðar, sennilega miðsumars, búast flugfélög við að nálægðarreglur farþega verði hluti skilyrðanna.

Takmarkanir á fjölda farþega leiðir til tvöfalt hærri flugfargjalda, segir í frétt Telegraph.

Flug verður lúxus.


mbl.is Frakkar framlengja útgöngubann til 11. maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. apríl 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband