Læknar og hjúkkur hóta - ósmekklegt

Páll forstjóri Landspítala sagði í sjónvarpsfréttum RÚV að heilbrigðisstarfsfólk héldi lífi í þjóðinni. Ekki alveg nafni, fólk fæddist og dó löngu áður en nokkur spítali var í landinu.

Stórmennskubrjálæði heilbrigðisstarfsfólks er orðið giska þreytandi. Hótanir þeirra að hætta að sinna sjúkum og veikum nema fá fleiri krónur í launaumslagið eru ósmekklegar ef ekki siðlausar.

Vinnið ykkar vinnu og hættið þessu væli. Enginn hlustar, nema kannski Samfylkingin, sem sérhæfir sig í aumingjum.

 


mbl.is „Hryggjarstykkið í heilbrigðisþjónustunni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hetjur og skúrkar á tímum veiru

Fjölmennar stéttir opinberra starfsmanna eru án samninga og hafa lengi verið. Opinberir starfsmenn voru látnir bíða allan Eflingar-tímann sem það tók að semja á almennum vinnumarkaði.

Hjúkrunarfræðingar eru verðugir launa sinna en það eru líka aðrir opinberir starfsmenn sem búa við meira álag og vandræði en gengur og gerist.

Það er fremur fáfengilegt að horfa upp á fjölmiðla og fimbulfambara á samfélagsmiðlum búa til hetjur og skúrka vegna þess að ekki hefur tekist að semja við eina tiltekna stétt opinberra starfsmanna.

 


Afsláttur af lífskjörum er óhjákvæmilegur

Efnahagssamdráttur verður líklega á bilinu fimm til tíu prósent árið 2020. Lífskjör versna sem því nemur. 

Krónan í gegnum lægra gengi jafnar byrðunum að einhverju leyti. Ríkissjóður verður rekinn með halla til að borga laun fyrirtækja án tekna.

Ef Eflingar-línan verður ráðandi í ASÍ-félögum verður atvinnuleysi meira en ella. 

Stundum eru aðeins vondir kostir. Þá er að velja þann illskásta.


mbl.is Gefi ekki afslátt af kjörum félagsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. apríl 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband