Agnes biskup boðar heiðni

Guð er náttúran, predikar Agnes biskup á páskum. Í heiðni var ríkjandi náttúrutrú. Menn fóru á vit feðra sinna í fell og fjöll. Til þess eru öll Helgafellin í landinu.

Agnes gefst upp á prestum þjóðkirkjunnar, lái henni hver sem vill, og kallar heimsendaspámenn úr röðum glópa til vitnis um yfirvofandi ragnarök.

Sagan endurtekur sig, sagði Karl gamli Marx, fyrst sem harmleikur en síðan sem farsi. Agnes leikstýrir seinni endursýningunni.


mbl.is „Jarðarbúar eru að krossfesta heimili sitt jörðina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísindi eru fleirtala

Ekkert eitt vísindalegt svar er við kórónuveirunni og hver réttu viðbrögðin séu við henni. Þýskum sérfræðingi er slegið upp í Telegraph. Ráðlegging hans er að leyfa farsóttinni að hafa sinn gang en verja aldraða og veika.

Bestu vísindamenn í heimi geta ekki sagt hver séu réttu viðbrögðin við veirunni, skrifar Simon Jenkins í Guardian.

Vísindin eru fleirtala, þau gefa ekki eitt svar heldur mörg, sem sum eru í mótsögn hvert við annað.

Þetta er allt spurning um gefnar forsendur og möguleika. Reiknilíkön eru notuð til að spá fyrir um útbreiðslu veirunnar. álag á heilbrigðiskerfi og mannfall. En það eru spár, eins og fyrir veðrið, og þær eru uppfærðar dag frá degi eftir því sem veruleikinn breytist - stundum frá klukkutíma til klukkutíma.

Enginn hefur enn, í umræðunni um veiruna, slegið fram fullyrðingum að meirihluti vísindamanna segi þetta eða hitt, hvað þá að staðhæfa að 97% vísindamanna séu sammála um eitthvað sem skiptir einhverju máli. Enda væri fáránlegt að gera skoðanakönnun um spár sem breytast daglega, ef ekki oft á dag.

Kórónuveiran veitir innsýn í innsta eðli vísindanna. Þau eru leit að sannindum en ekki sannleikurinn sjálfur. Trúarbrögð, en ekki vísindi, eru handhafar sannleikans. Og maður þarf ekki að vita mikið um trúarbrögð til að skilja að þau tala ekki öll einum rómi.


mbl.is Ástandið á eftir að versna í öðrum ríkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. apríl 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband