Vísindi eru fleirtala

Ekkert eitt vísindalegt svar er við kórónuveirunni og hver réttu viðbrögðin séu við henni. Þýskum sérfræðingi er slegið upp í Telegraph. Ráðlegging hans er að leyfa farsóttinni að hafa sinn gang en verja aldraða og veika.

Bestu vísindamenn í heimi geta ekki sagt hver séu réttu viðbrögðin við veirunni, skrifar Simon Jenkins í Guardian.

Vísindin eru fleirtala, þau gefa ekki eitt svar heldur mörg, sem sum eru í mótsögn hvert við annað.

Þetta er allt spurning um gefnar forsendur og möguleika. Reiknilíkön eru notuð til að spá fyrir um útbreiðslu veirunnar. álag á heilbrigðiskerfi og mannfall. En það eru spár, eins og fyrir veðrið, og þær eru uppfærðar dag frá degi eftir því sem veruleikinn breytist - stundum frá klukkutíma til klukkutíma.

Enginn hefur enn, í umræðunni um veiruna, slegið fram fullyrðingum að meirihluti vísindamanna segi þetta eða hitt, hvað þá að staðhæfa að 97% vísindamanna séu sammála um eitthvað sem skiptir einhverju máli. Enda væri fáránlegt að gera skoðanakönnun um spár sem breytast daglega, ef ekki oft á dag.

Kórónuveiran veitir innsýn í innsta eðli vísindanna. Þau eru leit að sannindum en ekki sannleikurinn sjálfur. Trúarbrögð, en ekki vísindi, eru handhafar sannleikans. Og maður þarf ekki að vita mikið um trúarbrögð til að skilja að þau tala ekki öll einum rómi.


mbl.is Ástandið á eftir að versna í öðrum ríkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Kristinsson

Til hvers erum við að fjármagna flug til og frá mest síktu borg Evrópu,kannski verið að flytja inn ólöglega veiruhafa forsætisráðherra???

Óskar Kristinsson, 12.4.2020 kl. 13:52

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Kórónaveiran er ný og lítið vitað um hegðun og útbreiðslu. Þegar meira verður vitað verða fleiri vísindamenn sammála. Loks verða væntanlega 97% þeirra sammála. Vísindi snúast nefnilega ekki bara um skoðanir, sleggjudóma og samsæriskenningar heldur það að beita vísindalegri aðferð til að draga ályktanir af staðreyndum.

Þorsteinn Siglaugsson, 12.4.2020 kl. 14:02

3 Smámynd: Örn Einar Hansen

Að halda því fram, að kórónuveirann sé eitthvað sem við ekki þekkjum ... er hrein heimska. Xi ZhiLing ... skapaði þessa veiru árið 2015 ...

Örn Einar Hansen, 12.4.2020 kl. 14:38

4 Smámynd: Benedikt Halldórsson

97% er skálduð tala. En segjum sem svo að 97% vísindamanna telji líklegt að það verði hamafarahlýnun. Það eru aðeins líkur, ekki fullvissa. Miðað við spádóma sem hafa ekki ræst er "afar líklegt" kannski bara 10% líkur. Það veðjar engin aleigu sinni á litlar "líkur". Betra er að bíða og sjá hvaða hamfarir framtíðin færir okkur. Framtíðin er sífellt að koma okkur á óvart. 

Það er meira að marka hjartalækni sem spáir fyrir um horfur sjúklings en vísindamanna sem hafa aldrei áður lent í hamfarahlýnun. 

Benedikt Halldórsson, 12.4.2020 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband