Agnes biskup boðar heiðni

Guð er náttúran, predikar Agnes biskup á páskum. Í heiðni var ríkjandi náttúrutrú. Menn fóru á vit feðra sinna í fell og fjöll. Til þess eru öll Helgafellin í landinu.

Agnes gefst upp á prestum þjóðkirkjunnar, lái henni hver sem vill, og kallar heimsendaspámenn úr röðum glópa til vitnis um yfirvofandi ragnarök.

Sagan endurtekur sig, sagði Karl gamli Marx, fyrst sem harmleikur en síðan sem farsi. Agnes leikstýrir seinni endursýningunni.


mbl.is „Jarðarbúar eru að krossfesta heimili sitt jörðina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Agnes biskup skammast sín fyrir kristnina sem hún er í forsvari fyrir. Það er svo nýmóðins. "Frjálslyndir" skammast sín fyrir þjóð sína, þjóðerni, menningu og hvíta húðlitinn. 

Benedikt Halldórsson, 12.4.2020 kl. 15:48

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Frekar en að koma fram við aðra sem jafningja og láta af rasisma og grobbi, er gamla stigveldinu snúið á hvolf. Frekar en að koma fram við aðra sem jafningja er grobbið falið með sýndarmennsku. Þegar betur er að gáð er "hatrið" á eigin menningu og siðum aðeins "við erum bestir í heimi" syndrómið á hvolfi. 

Benedikt Halldórsson, 12.4.2020 kl. 16:23

3 Smámynd: Borgþór Jónsson

Þó að ég geti varla talist trúaður er ég í þjóðkirkjunni og hef tekið margar snerrur henni til varnar í gegnum tíðina.
Þetta stafar af því að ég hef alltaf talið að boðskapur hennar og önnur starfsemi hafi haft mikil jákvæð áhrif á samfélagið og þá heimsmynd sem við höfum.

Nú þegar þjóðkirkjan hefur augljóslega snúið baki við kristni og þeim boðskap sem þar er að finna sé ég enga ástæðu til að standa við bakið á þessu nýja fyrirbæri og legg til að það verði tekið út af fjárlögumm og eignir þess gerðar upptækar.
Nú þegar kirkjan sækir  mest stuðning sinn til trúlausra og heiðingja  finn ég ekki hjá mér neina hvöt tila að styðja við hana.

Það sem gerir þennan sirkus enn furðulegri er að páfinn er líka orðinn heiðinn.
Nýlega hélt hann ræðu sem var nánast samhljóða ruglinu í biskupsnefnunni.
Það er engu líkara en megnið af fólki sem er í forsvari sé endanlega gengið af göflunum.

Borgþór Jónsson, 12.4.2020 kl. 16:24

4 Smámynd: Óskar Kristinsson

Heiðniveiran breiðist út,Hvað er til ráða? Vígslubiskupar úr sama sauðarhúsinu ef þetta er ekki úrkynjun.

Óskar Kristinsson, 12.4.2020 kl. 17:37

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Sennilega furðulegasta erindi, sem nokkur biskup hefur flutt. Er enn að klóra mér í hausnum, yfir orðum hennar.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 12.4.2020 kl. 22:36

6 Smámynd: Örn Einar Hansen

Hverjir stóðu fyrir því að leifa heimskri kerlingu að verða biskup yfir landinu? tja, ég bara  spyr.

Við munum sigrast á vírusnum ... og við vitum þegar, hverjir skópu hann og af hverju. Að biskup Íslands, sé að agitera fyrir "holocust" yfir mankyninu, er ekki góðs viti.

Örn Einar Hansen, 13.4.2020 kl. 04:58

7 Smámynd: Ívar Pálsson

Rétt, Páll. Agnes virðist hafa verið valin til biskups til þess að leggja Þjóðkirkjuna niður. Meirihluti prestastéttarinnar missti sannfæringu kristninnar en er sannfærður um allan pólitíska pakka góða fólksins.

Ívar Pálsson, 13.4.2020 kl. 09:26

8 Smámynd: Gunnar Ingvi Hrólfsson

Tölum ekki niður til hennar, biðjum heldur GUÐ um að gera hana að öflugum boðbera Kristinnar trúar.

Gunnar Ingvi Hrólfsson, 13.4.2020 kl. 17:27

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Boðar heiðni já? Af því að hún talar um náttúruvernd? Skarpur að vanda Páll.

Þorsteinn Siglaugsson, 13.4.2020 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband