Berin eru súr, segja fjölmiðlarefirnir

Sam­kvæmt um­fjöll­un Blaðamanna án landa­mæra um Ísland skýrist lækk­un lands­ins und­an­far­in ár á list­an­um af „súrn­andi“ sam­skipt­um stjórn­mála­manna og blaðamanna.

Ofanritað er tilvitnun sem á að útskýra hvers vegna Ísland er í 15. sæti yfir fjölmiðlafrelsi í heiminum.

Hér getur hvaða auli sem er stofnað fjölmiðil og sagt og skrifað hvað hann vill. Ef það er ekki frelsi þá er frelsi ekki til.

,,Súrnandi" samskipti milli blaðamanna, sem flestir eru ómenntaðir í faginu og láta sig dreyma um feita stöðu almannatengils, og stjórnmálamanna hljómar eins og póstmódernískur brandari sem slengt er fram í von um lófaklapp.


mbl.is Ísland í 15. sæti yfir fjölmiðlafrelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Traust er innlent, vantraust útlent

Alþjóðasinnar átta sig hægt en bítandi á löngu gleymdri visku. Traust verður til í samfélagi sömu siða og hátta. Vantraust vex í hrærigraut fjölmenningar.

Háborg alþjóðasinna er Guardian, bresk vinstriútgáfa og elsk að ESB. Þar birtist grein um sænsku tilraunina í farsóttarvörn. 

Kjarni greinarinnar er að þegar á bjátar virkar þjóðhyggja en alþjóðahyggja er að sama skapi ónýt.

Amen.


Bloggfærslur 21. apríl 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband