Neyðarlegir fjölmiðlar: ríkisfé til Helga auðmanns

Fjölmiðlar eru tvennt, fréttir og skoðanir. Félagsmiðlar eru það sama, fréttir og skoðanir.

Öllum er frjálst að segja fréttir og skoðanir. Vitað er að sumar fréttir eru rangar og margar skoðanir eru gaspur. Þannig hefur það alltaf verið.

RÚV er í herferð fyrir auknu opinuberu fé til fjölmiðla, birtir viðtöl um neyðarástand og fjáraustur í erlenda fjölmiðla.

Rökin fyrir opinberu fé til fjölmiðla eru að þeir séu nauðsynlegir, það vill bara enginn borga fyrir meinta nauðsyn. 

En einhverjir vilja eiga fjölmiðla. Auðmaðurinn Helgi Magnússon hefur keypt upp fjölmiðla sem á tímum útrásar voru í eigu annars auðmanns, Jóns Ásgeirs sem kenndur var við Baug.

Fréttir og skoðanir má hagnýta í valdatafli og eru ávísun á ómælda viðskiptavild. Bæði Helgi og Jón Ásgeir eru menn með pólitíska sannfæringu. Jón Ásgeir vildi gera Ísland að Baugsveldi en hugur Helga stendur til ESB-aðildar. Nú þegar rekur Helgi stjórnmálaflokk, Viðreisn, og fær til þess fjárstuðning frá ríkinu.

Niðurstaðan er sem sagt að nauðsynlegt sé að Helgi Magnússon eigi fjölmiðla og ríkið skuli borga Helga meðlag til að Helgi geti sagt okkur fréttir sínar og skoðanir.

Ef fréttir og skoðanir Helga eru jafn nauðsynlegar og af er látið væri einfaldara að hann fengi Helga-Stund á RÚV til að útvarpa og sjónvarpa nauðsynjunum. Ríkið á hvort eð er RÚV og borgar til Efstaleitis einhverja 3-4 milljarða á ári. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

RÍKINU hlýtur að nægja að halda úti RÚV.

Hins vegar mætti rúv hætta að halda úti her opinberra starfsmanna á ofur-launum 

við að fylgjast með bolta sem að er hent fram og til baka.

Einkastöðvarnar gætu tekið að sér sýningar á öllum íþróttaviburðum

og þannig aflað sér auglýsingatekna.

RÚV ætti að einbeita sér að frétta og fræðsluþáttum

tengt HEIMSPEKI, dýralílfi, viðskiptum og utanríkismálum.

Jón Þórhallsson, 10.4.2020 kl. 11:52

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Visir.is birti langloku um það hversu illur maður Trump væri og þar segir m.a. Að Trump hafi kallað vírusinn gabb (Hoax).

Þetta er greinilega haft eftir öfgafyllstu falsfréttaveitum bandaríkjamanna á vinstri kantinum. 

Öll greinin er uppspuni frá rótum og "blaðamenn" Vísis hafa annaðhvort ekki getu eða áhuga fyrir að leita stðfestinga eða staðfesta þvæluna.

Þeir hefðu ekki þurft annað en að fletta upp a snopes.com, sem er virtasta staðreyndavaktin á netinu, til að sannreyna þetta.

Þar stendur skýrum stöfum að það sé lygi að Trump hafi kallað vírusinn gabb. Hann var að halda kosningaræðu þar sem hann er að vísa í að demókratar væru að kokka upp enn eina ástæðuna til að ákæra hann og koma honum frá. Þetta var á meðan demókratar voru enn að eyða tíma þjóðarinnar í haldlausa ákæru og áður en nokkur maður hafði látist úr veirunni í bandaríkjunum.

Her er hlekkur á þetta á snopes, fyrir "fréttamenn" vísis:

https://www.snopes.com/fact-check/trump-coronavirus-rally-remark/

Jón Steinar Ragnarsson, 10.4.2020 kl. 14:02

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er vert að benda Páli Magnússyni og co á að "fjölmiðill" er ansi breitt hugtak. "Fréttamiðill" væri nær, ef menn eru að vísa í almannaheill og öryggi.

Það getur þö varla kallast frétta miðill, sem flytur 90% spuna og lygar hirtar upp úr erlendum slúður og falsfréttamiðlum. Þetta getur heldur ekki átt við fjölmiðil á borð við DV, sem serverar úr krana "click bait" hégóma og speki "áhrifavalda" í bland við kökuuppskriftir.

Það hlýtur að vera krafa að eitthvað mat fari fram a trúverðugleika og mikilvægi miðlanna áður en seilst er í vasa fólks til að halda þeim á lofti.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.4.2020 kl. 14:22

4 Smámynd: Örn Einar Hansen

Vísir er lítið annað en kommablað, og sama má segja um moggann.

Bandaríkin björguðu Íslandi, og veitti þeim sjálfstæði.  En kommúnistaskríll landsins, vill ólmuga fara í hendur nasista veraldarsögunnar. Selja bæði sál sína og þjóð, fyrir pappírspeninga frá kommúnistaflokki Kína. Á sama tíma, neita Íslendingar að veita öðrum þjóðum, eins og Taiwan að njóta þess sjálfstæðis sem þjóðinn sjálf naut.

Ekki er hægt að skilja þetta á annan hátt, en að Íslendingar almennt hati eigi sjálfstæði.

Örn Einar Hansen, 10.4.2020 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband