Ólíkt hafast þau að, Efling og VR

Efling boðar til verkfalla sem munu fækka störfum og auka atvinnuleysi. VR efnir til funda með Samtökum atvinnulífsins til að verja störf og kaupmátt í samdrætti.

Efl­ing­ar­fólk læt­ur ekki kúga sig til hlýðni, seg­ir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formaður Efl­ing­ar.

Eflingarfólk lætur aftur sósíalista í forystu Eflingar kúga sig til atvinnuleysis.

Trauðla góð skipti.


mbl.is Framhald verkfallsaðgerða samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Milljarðar til ferðaþjónustunnar

Á hverjum mánuði yfir sumartímann fara milli 60 og 70 þúsund Íslendinga til útlanda. Í ár fara þeir ekki neitt vegna farsóttar í útlöndum.

Í venjulegu árferði eyða þessir 160 - 210 þúsund landsmenn, sem ferðast til útlanda á sumrin, einhverjum milljörðum króna. Íslenskir ferðamenn eru alþjóðalega þekktar eyðsluklær.

Landsmenn munu halda áfram að ferðast. En núna innanlands.

Ferðaþjónustan situr á gullnámu. Áður er sumarið er úti biðja menn þar á bæ um framhald á einangrun landsins.


mbl.is Katrín við Spiegel: „Komum tvíefld til baka“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfélagssáttmáli, frelsi og hlýðni

Samfélagssáttmáli er hugmynd úr upplýsingunni sem kom við sögu í bandarísku byltingunni 1776 og þeirri frönsku síðar á sömu öld. Hugmyndin dúkkar nú upp á Fróni með Víði Reynissyni úr þríeykinu gegn farsóttinni.

Víðir, Þórólfur og Alma, þríeykið, glíma við sama vanda og öll heimsins ríki sem urðu farsóttinni að bráð. Hvernig á að losa um hömlur á daglegu lífi fólks án þess að smit gjósi upp aftur og seinni bylgja kórónuveirunnar skelli á með tilheyrandi dauðsföllum og hruni heilbrigðiskerfa?

Frelsi til athafna undir stjórnvaldi í þágu þegnanna var lykilhugmynd í bandarísku byltingunni. John Locke er aðalhöfundur þessarar útgáfu samfélagssáttmála. Í Frakklandi bar meira útfærslu Rousseau. Yfirvöld eiga að stjórna í þágu þjóðarvilja. Frelsi og hlýðni eru ekki endilega andstæður, en þarna á milli geta orðið átök.

Lítið ber á umræðu um nauðsyn samfélagssáttmála í öðrum vestrænum ríkjum. Hugmyndin vísar í byltingarástand og yfirvöldum er þvert um geð að gefa byltingarorðræðu undir fótinn. Nóg eru samt vandræðin.

Á Íslandi varð aldrei borgaraleg bylting. Sú sem kennd er við Jörund var meira brandari en bylting. Af því leiðir er hugmyndin um samfélagssáttmála ekki galin þegar hömlum verður aflétt. Þó væri ráð að klæða hugmyndina í íslenskan búning. Til dæmis svona:

Samfélagssáttmáli um tillitssemi.


Bloggfærslur 27. apríl 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband