Ríkisútboð á fjölmiðlun

Ef fjölmiðlun er spurning um að flytja fréttir og vera vettvangur umræðu á íslensku væri einfaldast að ríkið myndi bjóða út fjölmiðlun. Ríkið gerði samning við lögaðila, einn eða fleiri, um að flytja svo og svo margar fréttir og tiltekinn fjölda skoðanapistla.

Hvers vegna er ekki löngu búið að efna til slíks útboðs?

Ekkert ves, þeir fá samning sem best bjóða. Alveg eins og þegar ríkið býður út vegagerð og mannvirkjaframkvæmdir.

 

 


mbl.is „Myndi grafa undan tilveru fjölmiðla“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á að bíða af sér hretið eða pakka saman? Enginn veit svarið

Enginn veit hve langvarandi ferðakreppan verður í kjölfar farsóttarinnar. Kannski verður ferðasumarið 2021 eins og í venjulegu árferði.

En kannski verður ekkert venjulegt árferði framar í ferðaþjónustu, hún verði ekki sú atvinnugrein hér á landi sem hún var nýliðinn áratug. Ekki það að hún leggist af, heldur að ferðavenjur breytist og kalli á annars konar þjónustu. Enginn veit.

Ráðstafanir ríkisstjórnarinnar veita fyrirtækjum svigrúm að draga sig til hlés og leggja á ráðin, hvort þau ætli að bíða af sér hretið eða hætta útgerðinni.

Meira er ekki hægt að gera í tímum óvissu.


mbl.is Tekur langan tíma að vinna okkur úr kreppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samband Trump og fjölmiðla - fíkill og díler

Trump er háður fjölmiðlaumræðu. Án umræðunnar hefði hann ekki náð kjöri 2016. Með Trump sem viðfangsefni tryggja fjölmiðlar sér athygli sem er forsenda fyrir rekstri þeirra.

Kjósum fréttina, ,,vote the story", er amerískt blaðamannaorðtak. Fíkniefnasalinn fyrirlítur fíkilinn en veit að án hans verða engin viðskipti.

Blaðamenn kjósa fréttina og Trump nær endurkjöri í haust.


mbl.is Ummæli um sótthreinsivökva voru kaldhæðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. apríl 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband