ESB-sinni nennir ekki alþingi

Þorsteinn Víglundsson hafði ekki erindi sem erfiði, að gera Ísland að ESB-ríki. Það sést á þingmönnum Viðreisnar og Samfylkingar að þeir nenna tæplega lengur þingstörfum fyrir fullvalda þjóð.

Fúttið er farið. Ekki er lengur von um feitan bitling í Brussel.

Þingmenn Viðreisnar og Samfylkingar eru vonlausustu þingmenn sögunnar. Bókstaflega.


mbl.is Þorsteinn tekur við Hornsteini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB: skuldafangelsi Suður-Evrópu eða kapútt

Fjármálaráðherra Spánar hótaði endalokum Evrópusambandsins ef Norður-Evrópuríki tækju ekki ábyrgð á skuldum ríkja eins og Spánar, Ítalíu, Portúgals og Grikklands.

Þýskaland, Finnland, Svíþjóð, Holland og Austurríki sjá lítið vit í að ábyrgjast suðræna peningaóreiðu sem byrjaði á dögum Rómarveldis með útþynntri silfursleginni mynt. Nema, auðvitað, að Norður-Evrópuríki fengju vald til að setja fjárlög ríkjanna í suðri.

Evrópusambandið reynir að vera bæði og; ríkjasamband þykjustufullvalda ólíkra ríkja. En sagan knýr á um annað hvort eða: laustengda samvinnu eða eitt meginlandsríki Evrópu.

ESB stækkar og eflist í kreppuástandi, segir reynslan. Kórónuveiran gæti raungert Stór-Evrópu undir þýsku forræði. Eða slátrað Evrópuhugsjóninni.

 


mbl.is Náðu ekki samkomulagi um aðgerðapakka ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. apríl 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband