Gulli, fjölskyldan og orkupakkinn

Þriðji orkupakki ESB gerir alla virkjunarkosti á Íslandi arðbærari en áður og eykur þar með líkur á þeir verði nýttir. Eiginkona Gulla utanríkis á jörð á virkjunarsvæði sem myndi margfaldast í verði yrði af framkvæmdum. Gulli skrifar á Facebook:

Von­andi eru all­ar hug­mynd­ir um þessa virkj­un út af borðinu um alla framtíð. Um það erum við fjöl­skyld­an öll sam­mála.

En um leið og Gulli skrifar þessi orð hamast hann við að koma 3. orkupakka ESB í gegnum alþingi. Orkupakkinn gerir Ísland hluta af orkustefnu Evrópusambandsins. Í framhaldi aukast líkur á að ónýttir virkjunarkostir komist á framkvæmdastig.

Hvort eigum við að trúa orðum Gulla eða athöfnum?


mbl.is „Ber vitni um málefnafátækt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skúli, Ný-WOW og einhver Björgólfur

Skúli Mogensen sagðist hafa lagt aleiguna í WOW. Þar með verður hann ekki fjárfestir í Ný-WOW.

Margt smátt gerir eitt stórt í söfnun hlutafjár sem öðru.

Hængurinn er þó þessi: smáhluthafar munu ekki leiða nýtt flugfélag og Skúli ekki heldur því hann er blankur.

Ef ekki kemur fram einhver Björgólfur sem tekur að sér leiðtogahlutverk verður ekki stofnað nýtt félag á grunni WOW. 


mbl.is Vildu að síðunni yrði lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varúðarreglan og 3. orkupakkinn

Í 3. orkupakka ESB eru nýjar reglur um yfirstjórn raforkumála á Íslandi. Við vitum að hingað til er forræðið yfir raforkunni alfarið í okkar höndum.

Spurningin er hvort og þá í hve miklum mæli valdið yfir auðlindinni fer úr landi - til Evrópusambandsins. Þetta er kjarni deilunnar um 3. orkupakkann.

Lausnin á deilunni blasir við. Við einfaldlega frestum að innleiða 3. orkupakkann og sjáum hvað setur. Næstu ár leiða í ljós hvernig yfirstjórn raforkumála þróast í Evrópu. 

Bíðum og sjáum hvað setur. Við getum alltaf tekið upp orkustefnu ESB. En við getum ekki auðveldlega losnað undan henni þegar við erum einu sinni búin að innleiða hana.

Beitum varúðarreglunni og frestum innleiðingu 3. orkupakka ESB.


mbl.is „Það kalla ég ómerkilegt lýðskrum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjáning, fórn og sigur í menningarstríðinu

Mestu fórnarlömbin eru sigurvegarar menningarstríðsins á vesturlöndum. Fórnarlambið fær sjálfkrafa siðferðilega yfirburði. Gildir einu hvort um er að ræða kynhneigð, fötlun, kynþátt eða trú - jaðarfólkið sigrar.

Mestu mistökin sem hægt er að gera í menningarstríðinu er að gera lítið úr þjáningum annarra. Þjáning og fórn er samofið menningu okkar, samanber Jesú á krossinum.

Á augabragði verða meintir forréttindahópar, þ.e. ófatlaðir, gagnkynhneigðir, hvítir og kristnir, að fórnarlömbum ef lítið er gert úr þjáningunni. 


mbl.is „Eitthvað fólk gerði eitthvað“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn maður, eitt atkvæði í alþjóðasamfélaginu

900 milljónir Indverjar á kjörskrá eru álíka margir og samanlagðir íbúar Evrópu, Bandaríkjanna og Rússlands. Öfl innan vestrænna ríkja róa að því öllum árum að koma á alþjóðlegri yfirstjórn.

Hugmyndafræði alþjóðahyggju birtist í Evrópusambandinu, loftslagsmálum, viðskiptasamningum og öryggis- og varnarmálum. Jafnvel meintir talsmenn smáríkja, orkupakkamaðurinn Gulli utanríkis, flytja alþjóðahyggjunni bænir sínar.

Haldi fram sem horfir hlýtur meginkrafa lýðræðisins, einn maður eitt atkvæði, að komast á dagskrá. Indverjar og Kínverjar verða þá með pálmann í höndunum. 


mbl.is Stærstu kosningar mannkynssögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

WOW-Akureyri

Skúli Mogensen leitar hófanna með að endurreisa gjaldþrota WOW á Akureyri á nýrri kennitölu.

Sniðugur leikur, myndu markaðsfræðingar segja. Setja pressu á að Akureyri verði fullgildur millilandaflugvöllur.

Ef Eyfirðingar bíta ekki á agnið má alltaf reyna Ísafjörð. 


mbl.is Skúli fundaði með KEA-hótelum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþingi , yfirlýsingin og glæpurinn

Þjóðin vill halda forræði yfir náttúruauðlindum sínum, fiskimiðum og raforku. Náttúruauðlindirnar gera Ísland byggilegt. Yfirráðin yfir auðlindum skipta sköpum um hvernig sambúð okkar er háttað innbyrðis í einn stað og í annan stað hefur áhrif á samskipti okkar við aðrar þjóðir.

Án yfirráða yfir auðlindum verða stjórnmálin ómerkilegri. Ef ákvarðanir í útlöndum skipta meira máli en ákvarðanir teknar hér heima verður tilgangslausara að láta sig varða opinber málefni. Valdið til að hafa áhrif á samfélagið er farið úr landi.

Án yfirráða yfir auðlindum verðum við undirgefnari í alþjóðasamfélaginu. Þjóð sem gefur frá sér forræði mikilvægra málaflokka er komin í hlutverk niðursetnings, sem minna er tekið mark á en áður.

Ef við gefum frá okkur yfirvaldið yfir raforkunni með innleiðingu 3. orkupakka Evrópusambandsins er komið fordæmi fyrir því að framselja til útlanda vald yfir náttúruauðlindum okkar. Sá sem heldur að það fordæmi verði ekki nýtt er einfeldningur.   

Ef 3. orkupakki ESB verður samþykktur á alþingi jafngildir það yfirlýsingu þingheims að Íslendingar eru of ómerkilegir til að fara með forræði eigin mála. Hvað glæp frömdum við kjósendur til að verðskulda slíka yfirlýsingu?


Íslam: konur eru hálfvitar karla

Í sharía-lögum múslíma segir að vitnisburður tveggja kvenna þurfi til að jafna vitnisburð eins karlmanns.

Konur búa aðeins að hálfu viti á við karla, segir í túlkun sharía-laga.

En, eins og þeir segja í Brúnei, er sharía-lögum ekki ætlað að refsa, heldur fyrirbyggja glæpi. Eins og t.d. þann að konur krefjist jafnréttis.


mbl.is Tveir valinkunnir karlar þurfa að bera vitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frétt: veður er náttúrufyrirbrigði

Við erum orðin svo vön staðhæfingum stjórnmálamanna og hjávísinda að veðurfarið sé manngert að sérstaklega þarf að taka fram að veðrið lýtur náttúruferlum.

Fyrirsögnin á viðtengdri frétt, ,,Veðurfar byggir á umhverfisbreytingum", vekur athygli á hinu augljósa.

Í lok fréttarinnar segir ,,Því má segja að breyt­ing­arn­ar fyr­ir fimm árþúsund­um hafi markað upp­haf þess veðurfars sem við þekkj­um í dag." 

Ha?, 5000 árum? Hvað var steinaldarmaðurinn að bralla sem hratt úr vör veðurfarsbreytingum er enn ríkja? 


mbl.is Veðurfar byggir á umhverfisbreytingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

20% fylgisaukning Miðflokksins

Miðflokkurinn gerir það gott í mælingum, bætir sig um fimmtung og fær tíu prósent fylgi.

Stjórnarflokkarnir dunda sér við að fæla frá kjósendur og tapa allir.

Þriðji orkupakkinn verður Sjálfstæðisflokki, Vinstri grænum og Framsókn dýrkeyptur. 


mbl.is Píratar og Miðflokkur bæta við sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband