Hrunið, siðferðið, orkupakkinn og Sigurður Ingi

Eftir hrun voru settar fram ýmsar hugmyndir að fénýta gæði lands og þjóðar. Á alþingi voru ræddar hugmyndir um að selja íslenskan ríkisborgararétt og leyfa spilavíti. Einnig komu fram tillögur að selja rafmang til útlanda með sæstreng.

Svo óheppilega vildi til að Evrópusambandið var í sama mund að móta orkustefnu sem síðar varð orkusamband. Í gegnum EES-samninginn tók Ísland upp frumdrög ESB að orkusambandi, þ.e. orkupakka 1 og 2. Ekki lá fyrir á þeim tíma að framsal á forræði yfir orkuauðlindum okkar væri í farvatninu. En einmitt svona vinnur ESB, tekur völd til sín jafnt og þétt.

Þegar þriðji orkupakkinn lítur dagsins ljós er orðið augljóst hvert stefnir. Til að Ísland geti selt raforku til Evrópu verðum við að framelja valdið yfir rástöfun orkunnar til ESB. Út á það gengur orkusamband ESB

Hér verður ekki bæði sleppt og haldið. Annað tveggja verðum við að ganga í orkusamband ESB, og samþykkja að yfirvald orkumála verði í Brussel, eða standa utan orkusambandsins. Deilan um 3. orkupakka ESB stendur um einmitt þetta lykilatriði.

Sigurður Ingi Jóhannesson formaður Framsóknarflokksins dregur skarpar ályktanir af umræðunni um 3. orkupakkann: 

Segja má að umræður um orku­pakk­ann séu hat­ramm­ar. Er það að mörgu leyti skilj­an­legt enda um eitt af fjöreggjum íslensku þjóð­ar­innar að ræða og lík­lega sú auð­lind sem á eftir að skipta mestu máli fyrir lífs­gæði kom­andi kyn­slóða. Það er því mik­il­vægt að leitað sé sáttar og nið­ur­stöðu sem almenn­ingur trúir og treystir að gæti hags­muna þjóð­ar­innar í bráð og lengd.

Þótt ríf­lega ára­tugur sé lið­inn frá hruni þá hefur þjóðin ekki gleymt. Sárin eru ekki gró­in. Stofn­anir sam­fé­lags­ins, stjórn­mál og stjórn­sýsla, hafa ekki end­ur­heimt traust almenn­ings. Fólk hefur auk þess horft upp á til­hneig­ingu Evr­ópu­sam­bands­ins að taka sér stöðu með fjár­mála- og við­skipta­vald­inu gegn lýð­ræð­inu eins og við kynnt­umst í Ices­a­ve-­mál­inu og sést einnig vel í ofbeld­is­kenndri fram­komu Evr­ópu­sam­bands­ins gagn­vart grísku þjóð­inni. Það er því ekki skrýtið að íslenskur almenn­ingur vilji hafa varan á þegar kemur að sam­skiptum við þetta stóra veldi sem er reyndar drauma­land ein­staka stjórn­mála­hreyf­inga hér á Íslandi.

Þetta er hárrétt greining hjá Sigurði Inga: þjóðin vill hafa varann á gagnvart ESB. Umræða síðustu vikna sýnir svart á hvítu að víðtæk og almenn andstaða er við innleiðingu 3. orkupakka ESB. Það er ábyrgðarhluti af stjórnvöldum að taka ekki mark á þessari gagnrýni.


ÍSAM með markaðsfingurbrjót ársins

ÍSAM sagði í tilkynningu að vörur fyrirtækisins myndu hækka ef kjarasamningar yrðu samþykktir. Orðalagið gaf til kynna að launafólk væri ábyrgt.

Alla páskana kepptist fólk við að deila þeim skilaboðum á samfélagsmiðlum að kaupa ekki vörur ÍSAM.

ÍSAM dregur í land en biðst ekki afsökunar. Það hefði verið stórmannlegra.


mbl.is Ekki hótun hjá ÍSAM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. apríl 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband