Lífskjör eru meira en laun

Atvinnurekendur, verkalýðshreyfingin lönduðu kjarasamningum með aðstoð ríkisvaldsins og tryggðu þar með frið á vinnumarkaði næstu 3 árin.

Lífskjarasamningarnir svonefndu snúast einum um laun og ráðstafanir ríkisvaldsins sem meta má til launa.

En lífskjör eru meira en laun. Samfélagsfriður er lífskjör. Sátt um meginskipuleg samfélagsins er lífskjör. Róttæklingarnar í verkó mættu hafa þetta í huga.


mbl.is Lífskjarasamningurinn samþykktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýrlensk, ekki kristin?

Látið er því liggja í viðtengdri frétt að Sýrlendingar séu höfundar að frumgerð Frúarkirkjunnar í París, Notre Dame. Lesa þarf langt inn í fréttina til að komast að því að byggingin í Sýrlandi er rómversk og kristin.

Einhver viðkvæmni virðist vera fyrir kristni. Fórnarlömbin í sprengjuárásinni á Sri Lanka eru sagðir ,,páskadýrkendur" en ekki kristnir.

Viðkvæmnin stafar af vestrænu sjálfshatri sem fylgir fjölmenningunni. Boðskapurinn er að allt vestrænt og kristið sé ómerkilegt á meðan hlaðið er undir framandi menningu.  


mbl.is Fyrirmynd Notre Dame er sýrlensk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. apríl 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband