20% fylgisaukning Miðflokksins

Miðflokkurinn gerir það gott í mælingum, bætir sig um fimmtung og fær tíu prósent fylgi.

Stjórnarflokkarnir dunda sér við að fæla frá kjósendur og tapa allir.

Þriðji orkupakkinn verður Sjálfstæðisflokki, Vinstri grænum og Framsókn dýrkeyptur. 


mbl.is Píratar og Miðflokkur bæta við sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gálginn reistur en aftöku frestað

Með innleiðingu þriðja orkupakka ESB í íslenskan rétt er gálginn reistur sem tekur af lífi fullveldi þjóðarinnar í raforkumálum. Gulli utanríkis lofar okkur að aftökunni verði frestað og telur stórmannlega boðið.

Það er ekki heil brú í þeirri ráðstöfun að innleiða orkupakkann í einu orðinu en segja í hinu að efni pakkans eigi ekki við hér á landi.  

Um leið og íslensk stjórnvöld falla frá fyrirvörum gagnvart orkustefnu ESB, 3. orkupakkanum, skapast nýjar aðstæður þar sem fullveldisréttur Íslands stendur veikari fótum en áður.

Eina skynsama og yfirvegaða afstaðan er að hafna 3. orkupakkanum. Þeir sem vilja reisa gálga til höfuðs fullveldi þjóðarinnar og máta snöruna í þokkabót ættu að finna sér eitthvað annað að gera en að sitja í landsstjórninni.


mbl.is Innleidd að fullu en gildistöku frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. apríl 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband