Ég trúi á vísindi - og er heimskari fyrir vikið

Vinstrimenn trúa margir á vísindi, einkum ef forliðnum loftslag er skeytt framan við. En trú og vísindi eru sitthvað, eins og Robert Tracinski rekur í snilldargrein.

Kjarni vísinda eru staðreyndir, sannanir, kenningar, tilgátur og tilraunir. Vinstrimenn láta sér næga kenningar og hafa gert allar götur frá Karli Marx. Afleiðingarnar eru skelfilegar.

Vinstrivísindamenn í loftslagsfræðum leita að rökum fyrir gefinni niðurstöðu, að jörðin hlýni af mannavöldum. Það eru ekki vísindi heldur samsæri gegn sannleiksleit í nafni trúarbragða.

Meiri líkur eru á að Norður-Atlantshaf sé að kólna en hlýna. En í Reykjavík sitja vinstrivísindamann á málstofu um ,,viðvörun úr norðri" - vegna hlýnunar.

Loftslagssvindlið sem gerir kalt hlýtt og svart hvítt dregur þann dilk á eftir sér að vísindin verða ómarktæk. Það er heldur leitt því vísindin eru góð til síns brúks. En þau eru ónýt sem trúarbrögð.

 

 


mbl.is Í beinni: Viðvörun úr norðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aukið lánsfé hækkar íbúðaverð

Íbúðaverð hefur farið lækkandi síðustu misseri. Ef ríkið snögghækkar framboð af lánsfé til íbúðarkaupa leiðir það óhjákvæmilega til verðhækkana.

Fasteignamarkaðurinn ætti að fá tíma til að leita jafnvægis áður en ríkið fokkar upp málum sem betur fengju að þróast í friði.

Tillögur sem lagaðar eru fram núna taka mið af aðstæðum sem ekki eru lengur fyrir hendi.

Stundum þarf smávegis þolinmæði.


mbl.is 14 tillögur fyrir ungt fólk og tekjulága
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nató í hernaðarverktöku

Nató var stofnað til að verja Vestur-Evrópu gegn kommúnískri harðstjórn Sovétríkjanna. Eftir bræðravíg Frakka og Þjóðverja í tveim heimsstríðum þurfti alþjóðlega yfirstjórn til að koma skikki á málin. Nató og ESB þjónuðu þessu hlutverki.

Við fall Sovétríkjanna 1991 varð Nató tilgangslaust. Frakkar og Þjóðverjar virtust hafa lært þá lexíu að friður væri betri en ófriður og með veikt Rússland í austri var engin ástæða til að halda Nató gangandi.

En stofnanir eins og Nató deyja ekki drottni sínum fyrr en í fulla hnefana. Í samvinnu við Evrópusambandið, sem líkt og Nató er með höfuðstöðvar í Brussel, varð Nató verkfæri í ævintýramennsku Bandaríkjanna í miðausturlöndum og Afganistan annars vegar og hins vegar í Austur-Evrópu.

Ævintýrin bæði enduðu í tárum í Írak og Úkraínu. Þúsundum mannslífa var fórnað í valdaskaki sigurvegara kalda stríðsins.

Hernaðarverktaka Nató í þágu pólitískra markmiða gaf bandalaginu tilgang en gróf samtímis undan trúverðugleika þess. Friður og ófriður er sitthvað.

 


mbl.is Minntust 70 ára afmælis NATÓ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. apríl 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband