Kirkjuleg heimsendaspámennska

Ef heimsendir er í nánd hættir fólk að haga sér eins og ábyrgir einstaklingar. Kortéri í ragnarök finnst engum taka því að halda siðum og gildum sem áður þótti sjálfsagt.

Það er ábyrgðarhluti af biskupi Íslands að stökkva á vagn afsiðunarsinna sem mála skrattann á vegginn og boða heimsendi ef við göngum ekki í pólitísku rétttrúnaðarkirkjuna.

Þegar biskupinn talar eins og forstöðumaður sértrúarsafnaðar er tímabært af leggja niður þjóðkirkjuna.


mbl.is „Verðum að breyta um lífsstíl“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarni Ben. í fangelsi djúpríkisins

,,Hvað í ósköpunum liggur mönnum á að komast undir sameiginlega raforkustofnun Evrópu á okkar einangraða landi með okkar eigið raforkukerfi? Hvers vegna í ósköpunum hafa menn áhuga á því að komast undir boðvald þessara stofnana?"

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins er höfundur orðanna hér að ofan. Þau eru sögð fyrir einu ári á alþingi, eins og Gunnar Rögnvaldsson vekur athygli á.

Eitthvað undarlegt gerðist á þessu eina ári. Bjarni Ben. er orðinn talsmaður þess að setja Ísland ,,undir sameiginlega raforkustofnun Evrópu" - með innleiðingu 3. orkupakkans.

Djúpríkið vildi Icesave-lögin, djúpríkið vildi ESB-aðild og djúpríkið vill 3. orkupakkann.

Djúpríkið tekur alltaf hagsmuni ESB fram yfir þjóðarhagsmuni. Ástæðan er sú að kjarni djúpríkisins, embættismannaelítan, á meira sameiginlegt með starfsbræðrum sínum í Brussel en almenningi á Íslandi.

Umræðan leiðir í ljós að þjóðin vill ekki 3. orkupakkann, ekki frekar en hún vildi Icesave-lögin eða ESB-aðild. 

Bjarni Ben. ætti að nota páskana til að brjótast úr dýflissu djúpríkisins og taka afstöðu með þjóðarhagsmunum.

3. orkupakkinn er eitrað peð sem við eigum ekki að taka. Næsta leik okkar í skákinni við ESB má kalla biðleik, líkt og við frestuðum ESB-umsókninni, eða við látum tímann líða og bíðum eftir afturköllun ESB á peðsleiknum með þriðja orkupakkanum. 

Aðalatriðið er að þingsályktunin um afléttingu á fyrirvörum gagnvart 3. orkupakkanum verði tekin af dagskrá alþingis.

 

 


Bloggfærslur 21. apríl 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband