Þorsteinn, íslenskir neytendur og evrópskir

ESB-sinninn Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar segir í viðtengdri frétt: ,,þriðji orkupakk­inn snú­ist um neyt­enda­vernd fyr­ir al­menn­ing í orku­mál­um."

Íslenskir neytendur búa við orkuöryggi og lágt orkuverð. Evrópskir neytendur borga hátt verð fyrir raforku og eru víða í þeirri stöðu að búa við ótrygga afhendingu.

Þriðji orkupakkinn hækkar raforkuverð til íslenskra heimila en bætir hag þeirra evrópsku.

Þorsteinn og orkupakkasinnar tala máli evrópskra neytenda en ekki íslenskra.


mbl.is „Algjörlega óþolandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gul vesti, sósíalismi og pólitísk vörumerki

Pólitísk vörumerki eins og gulu vestin, sósíalismi og fjölmenning eru alþjóðleg. Ólíkt tískumerkjum eins og Gucci eða framleiðslumerkjum á borð við Toyota eru pólitísku vörumerkin ekki höfundavarin.

Verkó á Íslandi notar gulu vestin í bland við sósíalisma til að vekja á sér athygli og áströlsk samtök gegn innflytjendum skreyta sig með viðvörunarvestunum.

Umbúðirnar trompa innihaldið.


mbl.is Öfgaflokkurinn Gulvestungar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleira fjarverandi en Sigmundur, t.d. skynsemi

Gulli utanríkis gerir flest annað en kjarna málsins að umræðuefni þegar þriðji orkupakkinn er á dagskrá. Hann talar um fjarveru Sigmundar Davíðs, skoðanir í Noregi og fleiri smáatriði.

Kjarni málsins er að alger óþarfi er fyrir Íslendinga að samþykkja 3. orkupakkann. Við eigum að fá undanþágu frá orkustefnu ESB í heild sinni enda skýr fordæmi fyrir slíku.

Í svari þáverandi utanríkisráðherra við fyrirspurn Sigríðar Á. Andersen, segir í niðurlagi um undanþágur Íslands frá EES-samningnum:

 Ísland hefur þannig samið um ýmsar aðlaganir og undanþágur, hvort sem er að hluta eða í heild. [...] Þá má bæta við að Ísland þarf hvorki að innleiða gerðir á sviði lestarsamgangna né um skipgengar vatnaleiðir.

Það liggur fyrir að Ísland fái undanþágur ,,í heild" frá tilskipunum sem eiga ekki við um landið okkar, s.s. vegna járnbrauta og skipaskurða.

Enginn rafstrengur er á milli Íslands og Evrópu. Af því leiðir ættum við ekki að innleiða lög og reglur ESB um yfirstjórn raforkumála í íslenskan rétt.


mbl.is Tókust á um fjarveru Sigmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. apríl 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband