Sjálfstæðisflokkurinn, orkupakkinn og hælisleitendur

Orkupakkinn er stærra mál en tæknileg útfærsla á EES-samningnum. Umræðan um orkupakkann er í einn stað um tengsl Íslands við umheiminn og hvað hve miklu leyti þau eiga að vera á okkar forsendum eða útlendra hagsmuna.

Í annan stað er orkupakkaumræðan um hvernig við viljum haga málum innanlands.

Ragnar Önundarson skrifar

Við eigum ekki að fórna náttúru landsins, menningu og tungu á altari evrópsks kapítalisma. Ísland á ekki að verða sumarbústaðaland evrópskra auðmanna.

Björn Bjarnason ræðir sérstaklega uppákomuna á fundi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, þar sem hælisleitendur reyndu að taka orkupakkaumræðuna í gíslingu, og nutu innlendrar aðstoðar:

  1. Það er nýmæli að íslenskir stjórnmálamenn geti ekki haldið opinbera fundi án þess að þeir, fundarstjóri og fundarmenn standi frammi fyrir uppákomu sem þessari...
     [...]
  2. ...vekur spurningar um hvort andstæðingar Sjálfstæðisflokksins ætli að beita hælisleitendum fyrir stríðsvagn sinn gegn flokknum. Sé svo er hér ekki um smámál að ræða.

Bæði í málefnum hælisleitanda og í orkupakkamálinu hefur Sjálfstæðisflokkur látið andstæðingana teyma sig frá sjónarmiðum þorra kjósenda sinna. Forystan tók upp opingáttarstefnu Pírata og vinstrimanna í málefnum hælisleitenda. Helstu stuðningsmenn ráðherra Sjálfstæðisflokksins í orkupakkaumræðunni eru Samfylking og Viðreisn, einu ESB-flokkar landsins.

Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður vorið 1929 úr tveim flokkum, Íhaldsflokknum og Frjálslynda flokknum. Það vill gleymast að Íhaldsflokkurinn var mun stærri. Frjálslyndi flokkurinn var smáflokkur, líkt og Viðreisn núna.

Forysta og ráðherralið Sjálfstæðisflokksins kastar frá sér vopnum sínum með fylgisspekt við pólitík í andstöðu við sjálfstæðismenn. 


mbl.is Upphlaup á fundi Sjálfstæðisflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. apríl 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband