Gulli, fjölskyldan og orkupakkinn

Þriðji orkupakki ESB gerir alla virkjunarkosti á Íslandi arðbærari en áður og eykur þar með líkur á þeir verði nýttir. Eiginkona Gulla utanríkis á jörð á virkjunarsvæði sem myndi margfaldast í verði yrði af framkvæmdum. Gulli skrifar á Facebook:

Von­andi eru all­ar hug­mynd­ir um þessa virkj­un út af borðinu um alla framtíð. Um það erum við fjöl­skyld­an öll sam­mála.

En um leið og Gulli skrifar þessi orð hamast hann við að koma 3. orkupakka ESB í gegnum alþingi. Orkupakkinn gerir Ísland hluta af orkustefnu Evrópusambandsins. Í framhaldi aukast líkur á að ónýttir virkjunarkostir komist á framkvæmdastig.

Hvort eigum við að trúa orðum Gulla eða athöfnum?


mbl.is „Ber vitni um málefnafátækt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Ný lægð í umræðunni. Það er laust plás við borðið hjá pírötum og hægur vandi að endurnýta róginn um SDG; snúa honum upp á Gulla eins og þú gerir.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 16.4.2019 kl. 09:40

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hjá sumum dýpka lægðirnar stöðugt, dýpri í ár en í fyrra. Hvar ætli það endi?

Ég veit reyndar ekki betur en hér hrúgist upp virkjanir út um hvippinn og hvappinn, alveg óháð því hvort einhver orkupakki hafi verið samþykktur eða ekki.

Og ég veit heldur ekki betur en að fram til þessa hafi íslenskir stjórnmálamenn verið einkar ötulir við að dæla skattfé almennings í framkvæmdir sem hafa þann tilgang að niðurgreiða orku til erlendra stórfyrirtækja. Alveg óháð öllum orkupökkum.

Að lokum veit ég ekki betur en að megnið af þeim dapurlega lýð sem nú veður fram með lygar, rógburð og samsæriskenningar, ekki aðeins gegn utanríkisráðherra, hafi hingað til verið þess fremur hvetjandi en hitt að halda þessum niðurgreiðslum áfram, og gefa í fremur en hitt. Svo þykist þetta sorglega dót vera einhverjir náttúruverndarsinnar þegar það hentar þeim.

Manni verður óglatt.

Þorsteinn Siglaugsson, 16.4.2019 kl. 09:55

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sammála þér, Páll. 

Einar Sveinn og Þorsteinn, miklir stuðningsmenn forystu Sjálfstæðisflokksins, tala báðir um "róg" gegn Guðlaugi Þór, en mega upplýsa um þetta: Fylgja eða fylgja ekki full vatnsréttindi jörðinni Hemrumörk?

Í öðru tilfelli vildu sumir telja Sigmund Davíð Gunnlaugsson ekki aðeins hagsmunatengdan hinni vellríku konu sinni, heldur beinlínis eigna honum eignir hennar erlendis.

Ætli kaupmálar séu milli beggja þessara hjóna hjóna (Ágústu og GÞÞ a.v. og SDG og konu hans h.v), og breyta þeir þá öllu um réttarstöðu þeirra?

Þótt einhver hafi mikinn áhuga á skógrækt, hef ég enga trú á því, að viðkomandi mundi fórna milljarða tekjumöguleikum með því að neita nýtingu vatnsréttinda sinna, enda þá alltaf leikur einn að kaupa langtum stærri jörð til skógræktar.

Gulli og félagar kunna að lýsa okkur asna og rógbera, en við vitum alveg, að kona hans er enginn asni í viðskiptum. Jörðina keypti hún kannski á 100 miljónir plús eða mínus, alla vega langt undir 200 milljónum, veit ég skv. góðri heimild.

Jón Valur Jensson, 16.4.2019 kl. 12:20

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Um þessar mundir er djúp lægð yfir Sjálfstæðisflokknum og landgangar lokaðir.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.4.2019 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband