90% áhugaleysi á sósíalisma

Innan við tíu prósent þátttaka í atkvæðagreiðslu um kjarasamning Eflingar sýnir 90 prósent áhugaleysi. Formaður Eflingar sagði kjarasamninginn, sem fékk viðskeytið lífskjör, vera vopnahlé milli sósíalísks verkalýðs og auðvaldsins.

Nei, Sólveig Anna og félagar, það er ekkert stéttastríð nema í huga ykkar. Launþegar nenna einfaldlega ekki sósíalisma.

Síðasta hrina kjarasamninga, sem verkföllum og samfélagslegu tjóni, sýnir gjaldþrot fyrirkomulags sem mótaðist fyrir meira en mannsaldri.

Verkalýðshreyfingin er fangi fortíðarkerfis  sem leyfir fámennri klíku að innheimta með þvingunum félagsgjöld af saklausum launþegum sem engan áhuga hafa á pólitísku brölti verkalýðsrekenda.

Öfgarnar í verkó og algert umboðsleysi forystunnar kallar á uppstokkun þess fyrirkomulags sem ríkir á vinnumarkaði. Afnema verður forréttindi sem verkalýðsfélög njóta með skylduaðild launþega að verkalýðsfélögum.


mbl.is „Þátttakan er allt of léleg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigmundur Davíð, Helgi Hrafn og þjóðarhagsmunir

Sigmundur Davíð skilgreinir þjóðarhagsmuni út frá forræði yfir orkuauðlindum:

Orkan er undirstaða fyrir því að við erum sjálfstæð þjóð. Þjóð sem getur skapað atvinnu útum land og tryggt búsetu. Evrópu er alveg saman. Sambandið sem stofnað var um frið snýst um völd yfir auðlindum.

Helgi Hrafn Pírati skilgreinir þjóðarhagsmuni í Morgunblaðsgrein í dag og segir að mestu máli skipti að almenningur komist úr landi:

Eina ástæðan fyrir því að það meikar yfirhöfuð nokkurt sens fyrir ungt fólk að vera á Íslandi er góðar tengingar við umheiminn, bæði hvað varðar samskipti, viðskipti og ferðafrelsi.

Í máli þingmannanna kemur fram gagnólíkur skilningur á þjóðarhagsmunum. Sigmundur Davíð leggur áherslu á undirstöðuna en Helgi Hrafn efast um að þjóðin nenni að vera íslensk.

Menn ýmist stækka eða smækka með orðum sínum.

 

 


Bloggfærslur 23. apríl 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband